Fundið í fórum mínum

Ofurlítil fiskifluga
fá sér vill í svanginn.
Eitt er henni efst í huga:
Unga frúin mér skal duga.
Þýtur gegn um ganginn.

Unga frúin óttaslegin
óðar tekur sprettinn.
Flugan henni varnar veginn,
voðaleg og óuppdregin,
grimmdarleg og grettin.

Nú  af græðgi flugan fyllist;
fær sér vænan bita.
Unga frúin alveg tryllist,
ekki flugan heldur stillist.
Voði er að vita.

Hvorug friðar tekur trúna,
tryllingslega berjast.
Þarna bítur flugan frúna,
frúin ákaft hljóðar núna,
á í vök að verjast.

Loksins kemur leik að skakka
lítill feitur drengur.
Frúin á nú það að þakka
þessum litla, feita krakka,
að hún lifir lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband