Lítillátur ljúfur kátur

Seint mun höfundur eftirfarandi ljóðs verða kallaður ljóðskáld, enda þótt þokkalega hagmæltur sé.Kannski stafar það af meðfæddri hógværð hans og lítillæti sem augljóst er af þessu ljóði hans.

Ég sá það var hófanna leitað um ljóð
og launum heitið þeim bestu.
Þá mundi ég eftir hvað mín eru góð,
mér finnst þau bera af flestu.

Ort get ég kvæði eitt á blað,
ekki með neinum galla.
Verst er bara ég veit ekki um hvað
vísurnar eiga að fjalla.

Reyra ég skal með ró og spekt
í rímbönd og stuðla alla
eitthvað sem mér finnst menningarlegt
og mönnum hlýtur að falla.

Kvæði mín eru verðlauna verð.
Vart fer það mála á milli.
Ég er svo lipur við ljóðagerð
að líkast til jaðrar við snilli.

Leiftur míns anda skín svo skært
skáhallt um sálargluggann;
þótt yrkja líka sé öðrum fært,
allt mun það falla í skuggann.

Að þessu tæplega gruflandi geng.
Í grafgötu fer ekki neina.
Engan hlaut menningin ómtærri feng
né andlega snilli svo hreina.

Háttvísin æ mér hefur fylgt
og hógværðin valdið raunum.
Ég tek þó fram að ég tel mér skylt
að taka við sigurlaunum.

Af einhverjum óskiljanlegum orsökum hlaut ljóð þetta ekki náð fyrir augum dómnefndar þess menningarfélags er blásið hafði til ljóðasamkeppni í þetta sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband