Leirburður III

Af Leir 2000.  Vistaskipti.

Ég sá í blaði að okkar maður var (að sjálfsögðu) valinn til dómkirkjuprests.

Ég sendi honum af því tilefni bestu árnaðaróskir og  litla vísu:

 

                      Yfir götu undrasnar

                frá Alþingi stekkur Hjálmar.

                Hann fær líka að þusa þar,

                en það eru aðrir sálmar.

 

                                  Kærar kveðjur,   Hallmundur.


Þú eina hjartans...

Einhverju sinni reyndi ég að heyra hvernig textinn var sem karlakórinn söng. Mér heyrðist hann vera einhvernveginn svona:

Þú hreina svarta bindið mitt.
við hörmum spilltra vanda.
Fram laðar kvartett trosið sitt,
þá er hér naumast andað.
Ég finn mér innst í hálsi hrjá
- svo marga þynnri hendir-
þar sneið af pylsu er föst á ská,
svo nú kom verri endir.

En nú hef ég komist yfir þennan texta og er hann á þennan veg:

Þú eina hjartans yndið mitt
í örmum villtra stranda
þar aðeins bjarta brosið þitt
mig ber til draumalanda.
Í þinni finn ég frjálsri brá
svo fagrar innri kenndir
er seiða til sín traust og þrá
í trú sem hærra bendir.

Þannig var nú það.


Stríðshanskinn

Illa fólkið óttast tjón.
Að því sækir kvíði
þegar les þeim lögin Jón
og lýsir yfir stríði.

mbl.is Aðstandendur í stöðugum ótta og í felum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2022

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 128197

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband