Leirburður II

        Einhver umræða var um hvort guð væri hugsanlega kona:


           Uppá himni ríkir guð minn góður.

        Á gjörðum hans er sjaldan nokkur ljóður.

        Þótt kallist ég um kyn hans varla fróður

        sem kona er hann undarlega hljóður.

 

        Skrattinn ríkir hér á jörð sem jarl.

        Jafnan á í vonsku heimsins metið.

        Þó ætla ég hann oftast talinn karl

        sé annars ekki sérstaklega getið.


Leirburður

Ég var lengi þátttakandi á Leir, hinum fræga póstlista hagyrðinga, sem var við lýði á netinu frá árinu 1992 til 2020.
Ég geri mér stundum til dundurs að glugga í kveðskap minn á þeim vettvangi:

        Þó að vetrarþokan grá

      þjaki mannsins huga,

      til að ljóða leirinn á

      leikni virðist duga.

 

Mér þótti  eitthvað svo skáldlegt  og myndrænt að hugsa til mannsins í þokunni að mig langaði að gera aðra vísu. En þegar ég hafði skrifað fyrstu hendinguna tók ég eftir því að hana var búið að yrkja fyrir löngu. Ég notaði því aðra hendingu til að reyna að sveigja upp úr hjólförunum. Ég held að það hafi tekist að því leytinu til að seinni helmingur vísunnar er vonandi nýsmíði:

 

      Þegar vetrarþokan grá

      þig vill inni fjötra

      í hægðum sínum helst vill þá

      hugur skáldsins lötra.


Bloggfærslur 21. nóvember 2022

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 128196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband