Válynd veður

Stundum hefur þótt örla á sjáfshóli í kveðskap mínum.

Glittir enn í gort og mont,
þótt gangi mjög á forðann.
Bráðlega mun verða vont
veðrið fyrir norðan.

Fyrir næstu jól

Maður finnur ýmislegt misgamalt í tölvunni sinni.
Eins og t.d. þennan jólatexta. Hann er náttúrulega nokkuð snemma á ferðinni, en það er þá góður tími til að læra hann fyrir næstu jól!

Konan var alveg hreint komin að burði,
svo kippa varð henni í skjól.
Í vindbörðu fjárhúsi vondauf hún spurði:
Verðum við hér þessi jól?

Hún leitaði að bæli. Er lagðist hún niður
varð lítil á fæðingu töf.
Það var í Betlehem þarlendur siður
að þakka guðanna gjöf.

Jósef minn, hreint ekki þér er að þakk´ann;
þú veist ég ýmislegt get,
glettin hún sagði og grenjandi krakkann
í galtóma jötuna lét.

Talsverða áður við töldum það firru
að taka á sig þvílíka ferð.
En reyting af gulli og reykelsi og myrru
við reynum að koma í verð.

Bloggfærslur 8. október 2022

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband