Harður húsbóndi

Á því sé enga hængi
að ég hjá henni sængi.
Ég verð þá ær.
Ástríðan fær
byr undir báða vængi.

Ég ætlaði að segja annað.
(Að yrkja er varla bannað.)
En rímið það ræður
hvað rennur um flæður.
Þetta er þar með sannað.

Rímið er húsbóndi harður.
(Á himni er máninn skarður.)
Það virðist þó verst;
hversu vel sem ég berst
skapast þó enginn arður!

Bloggfærslur 2. júlí 2021

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband