Klakahröngl

Ég óska öllum góđs árs. Ég hef veriđ heldur skeytingarlaus um

bloggiđ undanfariđ. Hér er sýnishorn af vísnarusli sem hefur

safnast upp hjá mér frá áramótum. Sumt gert af ákveđnu

tilefni,annađ af tilefnislausu.



Öllum hér međ óska vil


árs og friđar.


Berist ykkur blessun til


baks og kviđar.

 

***


Í miđju frá morgunsári


munstrast hádegisbil.


Nú er annar í ári


ađ ţví mér reiknast til.

 

***

 

Vart er honum vit til baga.


Víđa er lítil beit.


Fljótlegt vćri fram ađ draga


ţađ fáa sem hann veit.

 

***


Upp er runnin Trumpsins tíđ:

 

"Traustum studdur hernum býđ

 

Ameríku upp á stríđ,

 

enda stutt ađ fara.

 

***

 

Gaurar vopnum vćddir.

 

Virtust raunamćddir


ađrir tveir.


Urđu ţeir


afskaplega hrćddir.

 

***


Oft er vísan undurfríđ


ef hún rímar.


Bráđum kemur bólutíđ


og betri tímar.

 


Líkt öđrum hér birtir blađur.


Bölmóđs kennir


óvirkur athafnamađur


sem engu nennir.

 


Gera litla vísu vil


um vora líđan.


Best er hana ađ búa til


og birta síđan.

 


Vanalega vel ég sef.


Vanda sérhvern brag.


Og nú bráđum ort ég hef


alveg nóg í dag!

 


Bloggfćrslur 1. febrúar 2021

Um bloggiđ

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband