Hlaupaskórnir

Tilefni þessa bálks var það að einn vinnufélagi minn og vinur hampaði nýkeyptum hlaupaskóm og kvaðst sérlega ánægður með kaupin.

Þó að þú lýsir hve litlu þú fórnir
er leitun að dýrari skóm.
Fallega hlaupa hlaupaskórnir.
En helvíti er buddan tóm.

Þótt þú til skókaupa fjármunum fórnir,
fyllast liðir af gigt.
Hleypur þú eða hlaupa skórnir?
Er hlaupið af réttri þykkt?

Þó að þú orkunni ómældri fórnir
af árangri segir fátt.
Hleypur þú eða hlaupa skórnir?
er hlaupið í rétta átt?

Þótt allavega þú einhverju fórnir,
það efast fáir um það.
Hleypur þú eða hlaupa skórnir?
Er hlaupið á réttum stað?

Þótt þú af alefli orkunni fórnir
það orsakar bara svengd.
Hleypur þú eða hlaupa skórnir?
Er hlaupið af réttri lengd?

Þó að þú líkamans löngunum fórnir,
svo lengur þú getir tórt,
(Hleypur þú eða hlaupa skórnir?)*
er hlaupið þá nógu stórt?

Þó að þú öllum fótunum fórnir,
þú fulllitlum árangri nærð.
Hleypur þú eða hlaupa skórnir?
Er hlaupið af réttri stærð?

Þó að þú öllum frítíma fórnir
og frúin sé alveg bit.
Hleypur þú eða hlaupa skórnir?
Er hlaupið af réttum lit?

Þó að þú margskonar munaði fórnir
og munir hvað læknirinn sagði,
hleypur þú eða hlaupa skórnir?
Er hlaupið með réttu bragði?

Þótt þú í algleymi ærunni fórnir,
í æsingi látir það vaða,
hleypur þú eða hlaupa skórnir?
Er hlaupið á löglegum hraða?

 


Skírdagur

Ég var að rifja upp það sem ég lærði í gamla daga um hvað gerðist í biblíusögunum á skírdag. Þá mundi ég að einn góður hagyrðingur hafði nýlega samið minnisvísur um páskaguðspjallið. Ég kann nú ekki þær vísur - held þó að engin þeirra hafi verið svona:

Margar gamlar mæður þar
mikið urðu fegnar;
á lærisveinum lappirnar
loksins voru þvegnar.


Bloggfærslur 9. apríl 2020

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband