Sálmar í tilefni kvennaárs 1975

1.sálmur.
Um komu konunnar í ríki mannsins.


Fyrst var í heimi Adam einn.
Engin hann kona glapti.
Umhverfis hann var ekki neinn
í hann sem slúðrið lapti.
Saklaus var og í huga hreinn
Herrann uns Evu skapti.


Víst snemma Eva vildi það
vera honum hjá um nætur.
Fannst honum þetta fyrst í stað
fremur litlar umbætur.
Tók þó að hafast allmjög að.
Á því fékk seinna mætur.


Ólmaðist hjarta Evu þar.
Adam þörf hennar skildi.
Það er langt síðan þetta var.
Þó hefur enn sitt gildi
að hann var þarna ekki spar
á það sem konan vildi. 


Adams gamla og Evu spor
enn eru mikið gengin.
Umhveris þau er eilíft vor,
í þeim er sæla fengin.
Ástin og girndin hvor sem hvor,
hversvegna skilur enginn.

Tveir síðari sálmarnir birtast síðar.


Bloggfærslur 18. apríl 2020

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband