Færsluflokkur: Sjónvarp

Dagvaktin

Ég horfði á dagvaktina. Verð að segja að fyrir minn smekk voru þeir nú komnir yfir strikið með Georg.

Öllu má nú ofgera.


Undanbrögð

www.visir.is  Kröfu RÚV í launaleyndarmálinu hafnað

Ýmis verða ráðin reynd
ríkisútvarpanna
sem verða nú að létta leynd
af launum sinna manna.


Villi Vill

www.visir.is  Villi í BEINNI úr Valhöll

Hér ætlaði ég að blogga um þessa beinu útsendingu sem stendur yfir einmitt nú.
En svei mér þá - ég held ég sleppi því.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaupið

Skaupið? Kannski ekki það skemmtilegasta í áraraðir. Ég hló nú eiginlega ekki neitt, en fannst þó ýmislegt  sæmilega sniðugt. Mér þótti hugmyndin um flugslysið ekki smekkleg. En ekki dettur mér í hug að úthúða skaupinu og aðstandendum þess. Það er erfitt að gera svo öllum líki og mörgum  þótti bara gaman. Ég á líka eftir að horfa á það aftur. Stundum vinna svona þættir á með endurteknu áhorfi, stundum ekki.


Eftirvænting

Eitthvað er það sem huga minn heftir.
Heldur dregur úr raupinu.
Nú bíð ég bara í ofvæni eftir
auglýsingunni í skaupinu.

Nýyrði

Ég heyrði skemmtilegt nýyrði í kastljósinu áðan:

Ung og fögur íhaldskona
upphóf sína raust,
flutti mál sitt fumlaust svona
fleipitungulaust!

 


Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband