Færsluflokkur: Matur og drykkur
6.8.2008 | 19:34
Matarbakki
Á dögunum sá ég í Mogganum fyrirsögn: Heildarmat á Bakka.
Kannski er ég að misskilja eitthvað.
Þegar bæði þurrt og vott
Þingeyingar smakka
hafa væri held ég gott
heildarmat á bakka.
1.12.2007 | 22:59
Jólafasta?
Þegar Jörundur Friðbergsson á Húsatóftum í Vestari Miðfirði kom
á heilsugæsluna á Rauðasandi til skoðunar og var spurður hvort
hann væri ekki fastandi, svo sem fyrir hann hafði verið lagt,
svaraði hann með þessari vísu:
Fæðið skerða fráleitt vil;
frjálslegt er það orðið.
Matnum gerði makleg skil
við morgunverðarborðið.
Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem hann heyrðist mæla stöku af munni fram og höfðu menn raunar
aldreitil þess vitað að hann væri hagmæltur.
Heimild: Þjóstólfur 3,tbl.8.árg bls.13 ofarlega.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2007 | 22:57
Saga úr sveitinni
Kristinn fyrrum góðbóndi á Arnarhóli í Kaupangssveit var þekktur fyrir að gera vel við kýr sínar, enda launuðu þær honum það með miklum afurðum. Einhverju sinni fékk hann tunnu af dökku sýrópi, sem hann notaði til að bæta þeim í munni og maga. Það var krani á tunnunni og var hún höfð utandyra og sýrópið látið renna í fötur sem bornar voru til kúnna. Einu sinni þegar kalt var í veðri hneig sýrópið
seigfljótandi mjög hægt úr tunnunni. Setti bóndi fötuna undir kranann og hugðist nota tímann sem það tæki að koma lögg í fötuna til annarra verka. Vildi nú ekki betur til en svo að hann steingleymdi fötunni og sýrópinu, tunnunni og krananum. Uppgötvaði sonur hans hagmæltur morguninn eftir að sýrópið var að mestu runnið úr tunnunni og út um víðan völl. Varð honum það efni í vísu:
Fyrir brest á minni manns
margur neðra hýrnar.
Það fór allt til andskotans
sem átti að fara í kýrnar.
25.7.2007 | 19:27
Kæfa
Það að borða Kjarnakæfu
kann að boða mikla gæfu.
enda þótt hún inn sé kölluð
af því hún var pínu gölluð.
Kæfa frá Kjarnafæði innkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2007 | 19:04
Svangur þótt auralaus væri
baunasúpu og læri.
En það var ljóst hann þurfti mat
þó að blankur væri.
Áttu ekki fyrir reikningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2007 | 22:43
Af Jörundi
Þegar Jörundur Friðbergsson á Húsatóftum í Vestari-Miðfirði kom á
heilsugæsluna á Rauðasandi til skoðunar og var spurður hvort hann væri
ekki fastandi, svo sem fyrir hann hefði verið lagt,svaraði hann með
þessari vísu:
Fæðið skerða fráleitt vil;
Frjálslegt er það orðið.
Matnum gerði makleg skil
við morgunverðarborðið.
Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem hann heyrðist mæla stöku af munni
fram og höfðu menn raunar aldrei til þess vitað að hann væri hagmæltur.
Heimild: Þjóstólfur 3.tbl.8.árg bls.13 ofarlega.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 16:08
Enn um Hildi
Það má ekki málinu neita.
Mótlætið gerði hana feita.
Hún át bara og át
ekki með gát.
Það gengur nú svona til sveita.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði