Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.3.2008 | 21:18
Þó ekki væri
er stoltir í forsetakapphlaupið fara,
og því er það tæpast neitt undrunarefni
að Obama hugnist ei sæti til vara.
![]() |
Útilokar framboð með Clinton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 17:34
Bloggarar
Líklega af bloggi þeir láta nú senn,
liggjandi heima í fletinu.
Svívirða að mega ekki svívirða menn
svívirðilega á netinu!
![]() |
Dómi líklega áfrýjað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 21:46
Millur

Óefað reynist það erfitt í raun;
ætti þó varla að saka.
Forstjóri Glitnis nú lækkar sín laun.
Líklega af nógu að taka.
23.2.2008 | 13:51
Aðgát skal höfð
Þegar ég lít yfir bloggfærslur mínar tek ég eftir að nokkuð margar þeirra fjalla á einhvern hátt um blessaðan karlinn hann Villa. Maður má passa sig að leggja menn ekki í einelti þótt þeir liggi vel við höggi. Það mættu fréttamenn raunar einnig íhuga.
Þótt ekki sé talað um boð eða bann,
bloggfærslur skyldu menn vanda,
og sparka ei með látum í liggjandi mann,
þótt líklega telji hann sig standa.
![]() |
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 18:50
Skoðanakönnun
Alltaf er þessi Gallups glirna
glögg méð rétta hæð í pólnum!
Samkvæmt henni Hanna Birna
hafna mun í góða stólnum.
17.2.2008 | 22:58
Í höfn

Nú þarf ei lengur að lemja
lóminn um okkar kaup.
Um borganir búið að semja.
Best að fá sér í staup!
![]() |
Taxtar hækka um 18.000 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2008 | 17:33
Orðaskýringar
Það var hér um árið að ég var að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá var Sigurður Hróarsson leikhússtjóri. Dag nokkurn kvaðst hann hafa verið á mánaðarlegum fundi forstöðumanna menningarstofnana bæjarins og þar hafi m.a. verið dreift blaðsnepli með ýmsum skrám og töflum til útfyllingar. Á þessum snepli hefði auk annars verið að finna eftirfarandi íslensk orð. Bað hann um aðstoð samverkamanna sinna til skilnings þessum orðum. Sem góður leikhúsþegn brást ég við þessari bón hans og útbjó skýringar á þessum orðum.
Árangursstjórnunarkerfi
Kerfi til stjórnunar á árangri, felst einkum í því hvort hugsað er á undan eða eftir framkvæmdum.
Árangursbreytingastjórnun
Að stjórna breytingum á árangri felst einkum í
því að vinna hægar eða hraðar eftir atvikum,snertir
einnig lengd kaffitíma.
Aðgerðaráætlun
Rökstudd ákvörðun um að fara í aðgerð,t.d.brjóstastækkun eða kynskipti.
Árangurshugsun
Höfum við gengið til góðs
Skorkort
Kort sem rennt er í skoru,t.d. Debetkort eða fríkort.
Skýjamarkmið
Stefnuákvörðun í blindflugi.
Orsaka afleiðingasamband
Hjónaband eða sambúð.
Jafnvægisstillingarmæling
Ákveðin aðgerð á hjólbarðaverkstæði.
Árangursmælikvarði
Talning seldra aðgöngumiða.
Árangurshvati
Viagra.
Heildarskorkort
Kort notað í kappleikjum sem heimilar handhafa að skora öll mörkin.
Afleiðingasamhengi
Gálgi fyrir tvo eða fleiri.
Árangursviðmið
Samanburður við meðal-Jón.
Staðbundin og heildræn endurgjöf
Æla.
Upplýsingagjöf
Gefinn lampi eða ljóskastari.
Drefistýring
Stilliarmur á áburðardreifara.
Viðhorfskönnun
Kerfisbundin athugun á meðvitaðri afstöðu manna til margvíslegra umhverfisþátta.
Fjárhagsáætlunarferli
Gjaldþrot eða bankarán
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2008 | 21:29
Heygarðshornið

Þótt fréttahaukar finni oft til svengdar
og fátt sem getur orðið þeim að mat,
þá verður heldur leiðigjarnt til lengdar
að lúta, vinda og staga gamalt fat.
11.2.2008 | 15:42
Efnislítill fréttamannafundur.
Þótt fjallið tæki jóðsótt þá fæddist ekki neitt.
Fundurinn í Valhöll er nú búinn.
Villi sagði bara að það væri ósköp leitt
ef virðingu og trausti myndi hann rúinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 14:34
Villi Vill

Hér ætlaði ég að blogga um þessa beinu útsendingu sem stendur yfir einmitt nú.
En svei mér þá - ég held ég sleppi því.
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði