Þá er það komið

Fyrripartur; fjandi er hann góður.
Fyrir það þökkum við drottni.
Upp af honum vex andlegur gróður,
sem endar með fullkomnum botni.


Fyrirspurn

Til að gleðja - lundu létta
lægri bæði og hærri stétta
vil ég gera vísu hressa.
Var ég búinn að yrkja þessa?

Í ausuna komið

Hversu Gísli Viktor vel
varði, það er málið.
Sannarlega svo ég tel.
Sopið verður kálið!

 


mbl.is Risasigur Íslands og sæti í milliriðli tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umslög

Solveig Anna. Hérna hún
hefur frá sér bitið.
Aldrei mun hún umslög brún
augum hafa litið.


mbl.is Sökuð um að þiggja brún umslög frá SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt

Andann þótt mig ekki skorti;
ég yrki um flest,
vísan sem ég aldrei orti
er alltaf best.

Engin vísa

Þó að ég sé nú í faginu fær
og fjarri að missa á mér trúna,
of margar vísur ég gerði í gær
og get því ekki ort neitt núna!

Ein enn!

Vísa hérna enn skal ort,
engu tel það spilli;
lágstemmd fremur, laus við gort,
en löguð til af snilli.

Leitið og þér munuð finna

Færa leið um fjallið grýtt
þið finnið ef þið leitið,
eins og ég fann endurnýtt
áramótaheitið!

Utsýnið frá Sjálfshólshlaði

Vísurnar mínar í verndarflokk
veljast ættu flestar,
enda virðast þær, augljóst nokk,
allra vísna bestar!


Sigurður Ingi:

 
Ekki vil ég langa lest
leggja á Miðnesheiðina.
Ætli það sé ekki bara best
að breikka fjárans leiðina!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 128197

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2023
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband