Veður hvað?

Horft er lítt til blómabeðs.
Blítt er heima hvað.
Veðri skal ei gert til geðs
að gera vísu um það.


mbl.is Flúið til sólarlanda á rigningarsumri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól?

Góða veðrið gleður mig,
geri ég um það braginn.
Hér er gott að sóla sig
sumarlangan daginn

          - eða þannig!


Veðrið

Vetur sumar vor og haust
versnar hér tíðin.
Tæpast sól úr böndum braust.
Brátt kemur hríðin.


mbl.is Ekkert ferðaveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíðin

Er hér kuldi endalaust;
ástæðurnar leyndar.
Virðist komið hrímkalt haust,
heldur snemma reyndar.


mbl.is „Fullhaustlegt“ veður á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósmæður

Þessi var gerð fyrir sléttum þrem árum. Þá var titillinn Bjarni og hjúkrunarfræðingarnir. Nú eru það ljósmæðurnar.

 
Bjarni og ljósmæðurnar.
 
Beinist flest til betri vegar.
Bjarni snýst til varnar;
hækkar launin þeirra þegar
þær eru allar farnar.

Nóg að gera hjá Guðna

Karl hinna litríku leista
líkar við alls kyns hark.
Fundar með forseta Eista,
en finnst þetta afleitt mark.


mbl.is Forsetahjónin svekkt með vítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2:0

Ævinlega eftirtekt
okkar taktar skapa,
þótt alltaf sé það leiðinlegt
leikjunum að tapa.


mbl.is Held að taktíkin hafi ekki verið röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ

Eiginlega er ekkert í fréttum
annað en bolti:
Í Rússíá á rassinn dettum
rúnir stolti.


mbl.is Leiðinlegt þegar svona fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ

Eftir tíu ár í starfi
er víst komið gott.
Verkalýðsins þjónninn þarfi
þá mun hverfa á brott.


mbl.is Hreyfingunni fyrir bestu segir Gylfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósmæður

Sumir fljóta sofandi
að sínum feigðarósum;
verkfall yfirvofandi
virðist nú hjá ljósum.


mbl.is Verkfall yfirvofandi hjá ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2018
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband