Vegnir menn og annar

Þótt sumir beri í bakinu
blóði drifna kuta,
látum bletti í lakinu
liggja á milli hluta.

Réttardagur nálgast

Sú fyrri birtist fyrir hálfum mánuði. Hin er ný.

Ráðamenn á rú og stú
ræða stöðu ljósa.
Eins mig fýsir alltaf nú
aftur að fara að kjósa.

Skammir dynja einum á,
öðrum margir hrósa.
Eins mig fýsir alltaf þá
aftur að fara að kjósa.


Margt er klofið

Vissulega er víða að sjá
verulega klofnun.
Einnig kljúfa ætti þá
útlendingastofnun.


Ja hérna!

Nú er illt í efni;
eitthvert skítaplott.
Að yrkja svona í svefni
er svei mér ekki gott!


Forherðing

Ótrauður ég að því stefni
að yrkja svo sem mér er tamt,
og þótt ég finni ekkert efni
yrki ég nú bara samt!


Það mun hausta

Þótt ennþá reynist hitinn vera yfir tíu gráðum
og ennþá séu lauf á trjánum mörg hver býsna græn,
ég held við getum treyst því að haustið komi bráðum
og haldi sínu striki þó að leggist menn á bæn.


Hrafnabjargaþáttur

 

Höldum upp að Hrafnabjörgum.
Hér er reisulegur bær.
Sæl og glöð við Framsókn förgum.
Farið hafa betri ær.


Safna nú atkvæðum ætla ég mér,
ótalmörgum.
Blómstra mun samvinnuhugsjónin hér
á Hrafnabjörgum.


Efnileg virðast mér framboðin flest.
Fátt mun þó segja af einum.
Samvinnuhugsjónin heillar þá mest
sem helst ekki vinna með neinum.

 


Stutt heimsókn

Víst er hún nokkuð vindarík
og vætu má eftir taka;
gott er að koma í Grindavík
og geta farið til baka.


Vinnustofa Hallmundar

https://www.facebook.com/Halllist/?hc_ref=ARRjnkx57UYX3C8pKV-GoTFXZfnsRC84T0nqJZJRuQ3so9JFoChExbHZZX_w6boG8Dw&fref=nf&pnref=story


"Leyfið börnunum að koma til mín."

Leyfið


Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 127927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband