Veðurvísa

Staðviðri er stundum tregt.
Stefnir oft að fári.
Þó er veðrið þolanlegt
það sem af er ári.

Áramót

Verði okkur fjarri fár.
Fjöldinn hvergi smáður.
Nú er komið nýrra ár
en nokkurn tíma áður.


Áramótaheit

Áramótaheit Mátti heyra í mýri hróp;
mörgum var til baga það.
Stofnum um það stýrihóp
og stefnum á að laga það!


Líður að áramótum

Varla árinu við er snúið.
Vel það hefur dugað.
Nú er hið gamla næstum búið.
En nýtt er fyrirhugað.

Snjór

Ofsaveður, orðið svalt.
Ástand þarf að meta kalt.
Illt að moka.
Farartól af vegi valt,
en vegunum skal umfram allt
ekki loka!

mbl.is Líklega mesti snjór í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mokið, mokið og mokið

Ennþá hefur aftur hvesst,
auki færst í rokurnar.
Er þá ekki bara best
að banna vegalokurnar?
 
Við þurfum svo sem ekki að elta
ólar við þessar kviður.
Fleiri rútur fái að velta.
Friður sé með yður.

Vegagerð,lögregla,björgunarsveitir

Sigurður Ingi mun átelja slíka
umferðarstjórnendabjálfa.
Skyldi hann velja til viðræðna líka
veðurguðina sjálfa?


mbl.is Flugfært en ekki ökufært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt val

Málið binda má í hlekki
svo megi þannig letra.
Sem nú vísu, eða ekki,
eftir því hvort er betra


Það reddast

Ágætar vísurnar yrkja ég kann,
þótt innihaldsvöntun ég nefni.
Það sem að lokum í þessa ég fann,
það var fagnaðarefni!


Þurrð

Ég ligg upp í rúmi og nenni ekki neinu.
Norðaustanáttin er köld.
Ekki neitt meira, en eitt er á hreinu:
Engin vísa í kvöld!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband