AFNÁM RAFORKUSKATTS FORGANGSMÁL (þ.e.a.s.á stóriðju) 1.maí

Villugjörnum verkalýð,
vælandi um haginn,
ég í nafni Bjarna býð
bara góðan daginn!


Þá og nú

Hér til forna flest var skráð
með fjöðurstaf á leðrið.
Ég mun raunar ekki í bráð
yrkja meir um veðrið.


Í hálfkæringi

Oft ég veifa hlöðnum hólki,
hugsa lítt um framann.
Stundum geng ég fram af fólki
og finnst það bara gaman!


Vaðlaheiðarvegavinnuvotlendisundirgöng

Þau sem lentu læknum í,
líkt og af sundi dregin
ætla að bora enn á ný
Eyjafjarðarmegin.


Að nenna - eða ekki

Sumt oft menn það setja í bið
sem þeir nenna ekki.
Lengi ennþá leik ég við
lífsins rennibekki.


Raunir blaðberans


Vinnur í veldi bljúgu
verkin í dagsins önn,
bitinn af blaðalúgu
berst um í djúpri fönn.


Vort vor

Til að varast villutrú
vil ég fá úr skorið
af hverju flestir einmitt nú
yrkja um blessað vorið!


mbl.is Áfram ofankoma við Eyjafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rautt

Alls ekki vildi hann Evar­ist­ti
una við fjármunaplokk
enda þótt aumingja maðurinn missti
matarlit ofaní Strokk.


mbl.is „Ég borgaði ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarvísa

Það er sumar og snjór
og sælt er að dreyma
um frostið sem fór
í fimm gráður heima.


Einelti

Af Vaðlaheiðinni sagan er sögð;
sagt að hún haldi ekki vatni,
en þegar í einelti löngum er lögð
er lítil von henni batni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 129086

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband