Um veðrið o.fl.

Þegar hann loksins lygnir
líklega áfram rignir.
Má þó vænta þess
að þú verðir hress;
samt undir dagmálum dignir.

 


Vandi skólanna

Skólakarla skortir þol
gegn skólapíum flögrandi.
Þær mega ei klæðast magabol
því mönnum finnst það ögrandi.

Parið

Hæpið menn hennar njóti;
hjartað í steininn greypt.
Hann er gerður úr grjóti
og getur sig hvergi hreyft.


Eftir nóttina

Eftir nóttina:

Milljónir að minnsta kosti
mega þjást í nauðum.
Tunglið er úr tómum osti
- talsvert rauðum.


Skúrir og skin

Veðurbrigði þau ég þekki,
þið sem hafið spurt,
stundum rignir, stundum ekki
og stundum er jafnvel þurrt!

Það er nú það

Aðalgalli þessarar vísu er sá að ég hef ekki græna glóru um hvað höfundur hefur í huga:

Eitthvað þó komið í ausuna sé
ekki mun sopið kálið.
Árangursríkast að útvega fé
og einhenda sér í málið.


Flugþrá

Lítil rotta laumast um borð,
langar að geta flogið.
En sjálfsagt er best að segja ekki orð
svo að engu sé logið.


Skin og skúrir

Sólin brosir. Bætir haginn.
Brátt þó kemur vætan.
Og að þurrt sé allan daginn:
Óhugsandi. - Glætan!!


Gleðiefni

Geta mun nú glaðst hver raftur
sem grunar að ég sé
byrjaður að yrkja aftur
eftir nokkurt hlé.


Lægð

Lengi hef ég lítið ort
í lífsbókina mína.
Snautlegt. Málið snýst um hvort
snillin sé að dvína!


Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 129085

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2015
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband