Hlustað með hægra eyra

Hjáróma raddirnar þessar ég þekki.
Þetta eru vinstri flokkar,
vesalingar, sem virða ekki
vel þekktu lögmálin okkar.


mbl.is Þarf að undirgangast viðurkennd hagfræðilögmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ,æ

Fyrr en oss varir er fjármagnið búið.
Það finnst mér auðvitað leitt;
ekki er á hungursneyðina snúið.
Snauðir fá ekki neitt.


mbl.is Snúin staða sem kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraun

Flugvallarmálið kom við kaun.
Komið er á blað:
Hví ekki að nota Hvassahraun?
Hvað er slæmt við það?

Á góðum stað þeir vilja völl.
Þar verðug rísi ferðahöll,
en um það vita varla baun
hvort velli  þar upp meira hraun!


mbl.is Ekki megi dæma Reykjanesið úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök

Ekki verður óskasvið
alltaf kosið.
Illa passar veðrið við
vinsælt gosið.

 


mbl.is Um tíu bjargað úr Meradölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Flugvallarmálið kom við kaun.
Komið er á blað.
Hví ekki að nota Hvassahraun?
Hvað er slæmt við það?


Hvorki gleypt né keypt

Út af minni fátækt fæ
fyrir þessu ei nurlað.
Eignast þetta aldrei næ,
en útsýnið er sturlað!


mbl.is Eitt sturlaðasta útsýni sem sögur fara af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fær hvað?

Oft er sagt að alltaf mest
okkar hækki launin.
Samt við raunar sjáum flest
að sú er ekki raunin.


mbl.is Takmarkað svigrúm til launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsæld

Hættum að troða í oss trosinu.
Túrismans beislum gand.
Hægt er að græða á gosinu.
Gjöfult er okkar land.

mbl.is „Nike er ekki alltaf svarið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturbatagos

Færast yfir fögur bros.
Frétta verður krafist.
Mikið var nú gott að gos
gat loks aftur hafist.


mbl.is Eldgos hafið á Reykjanesskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerfigos

Fagradals má ætla að
öllum þyki fjallið lekkert.
Gróðureldar goss í stað
gæti verið betra en ekkert!


mbl.is Myndskeið: Sjáðu eldana í Geldingadölum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2022
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband