Spennandi

Óróinn að ýmsu leyti
eins og segir bókin;
spurt var hér um spennubreyti!
Spurningin er flókin.


mbl.is Jarðskjálftinn varð vegna spennubreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að tengja

Horfa margir og hlusta á spjallið.

 

Helst þeir munu kjósa

að vera bara að vakta fjallið


og vita hvort fari að gjósa!

 


mbl.is Bein útsending frá gosinu í Meradölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsubót

Víst mun því vart að neita
að verða mun hér að liði.
Ekki mun af því veita
frá almennu sjónarmiði.


mbl.is Húsnæði Domus Medica selt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bomb

Lögreglan í lundu grimm,
löngum snögg að tengja.
Allir búnir emm pé fimm.
Engin fannst þó sprengja.


mbl.is „Lögregluþjónar voru á verði með MP5-byssur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa

Búast má við breyttun svip;
betri að mörgu leyti.
"Alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti!"


mbl.is Allri áhöfn Sólborgar sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturgöngur

Þar voru þandar taugar;
þvílíkur fítonskraftur!
Þá voru dáðir draugar
er druslurnar gengu aftur!


mbl.is Myndir: Druslur gengu aftur um miðbæ Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétta málningin?

Afsakið, já aðeins bíðið,
yður við ég nefni:
ef þér vilduð verjast stríðið,
vantar betra efni!


mbl.is Málaði „stop war“ og var handtekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bót í máli

Verðlagið virðist hækkandi.
Vondur þykir sá fjandi.
Gott þó að fari fækkandi
fávitum hér á landi.


mbl.is Segir fávitunum fara fækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin fyrirhöfn

Vel skyldi ávallt að verslunum hlúð
og viðskiptum. Gott er að heyra
sagt frá alveg hreint sjálfvirkri búð
svo að við keypt getum meira.


mbl.is Fyrsta alsjálfvirka matvörubúðin opnaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér og þar

Heldur lítið hafa að gera
hér um þessar slóðir,
en einhversstaðar verða að vera
vondir bæði og góðir!


mbl.is Áhyggjur af hjólhýsafólki í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2022
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband