Skáldlegt

Það eru margir áratugir síðan ég uppgötvaði að nóg væri að nota lífsins eitthvað í vísurnar til að þær yrðu skáldlegar. Gríp stundum til þessa ráðs (með misjöfnum árangri).

Jafnvel þó að lífsins ljóðið
liggi á milli vatna,
virðist ekki vísnaflóðið
vera neitt að sjatna.

Leiðréttingar þörf

"Þetta er eini hluti braut­ar­inn­ar sem hef­ur ekki þegar verið breikkaður í þá mynd."

Hvað þá með spottann frá hringtorginu við Fitjar að Rósaselstorgi? Hann tilheyrir Reykjanesbraut, hefði ég haldið, og bara með eina akrein í hvora átt.


mbl.is 52 þúsund bílar á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein lítil skáldsaga

Dag einn hittust A og B. Eftir að fundum þeirra lauk sakaði A B

um að hafa haft sig að fífli.

B neitaði því.


B sakaði hins vegar A um að hafa haft í hótunum við sig.

A neitaði því.

Dómsvöld gátu ekki skorið úr um hvor segði satt vegna þess að þau

þekktu ekki málavöxtu.


Þá var bara eitt til ráða: Að vísa málinu til Dómstóls götunnar.

Kommentakerfin voru virkjuð og kosið um hvor segði satt, A eða B.

Til að gæta hlutleysis voru engin nöfn nefnd. Kosning er í gangi

og úrslit væntanleg þegar næsta mál kemst í hámæli.


Heillaráð til karla

Hafirðu fljóðið fangað
og fundist þig hafi langað
að láta til skarar skríða
skaltu samt ekki ríða
nema um vilja hennar sé vitað,
vottfest og undirritað.

mbl.is Ingó veðurguð sakaður um kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík

Múður oft er mörgum tamt.
Mjög er slíkt til vansa.
Allir limir eftir samt
einhverju höfði dansa.


Harður húsbóndi

Á því sé enga hængi
að ég hjá henni sængi.
Ég verð þá ær.
Ástríðan fær
byr undir báða vængi.

Ég ætlaði að segja annað.
(Að yrkja er varla bannað.)
En rímið það ræður
hvað rennur um flæður.
Þetta er þar með sannað.

Rímið er húsbóndi harður.
(Á himni er máninn skarður.)
Það virðist þó verst;
hversu vel sem ég berst
skapast þó enginn arður!

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband