Skatturinn þarf húsaskjól

Stórhýsin rísa hlið við hlið;
hafa sum gert menn ríka.
Ört þýtur höllin upp á við.
Efalaust skatturinn líka.


mbl.is Höfuðstöðvar Skattsins „þjóta“ upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugkvæmni - Hagkvæmni

Landinn fær sér lokur þær
sem Litháarnir smyrja.
Hagnaðurinn hreinn og tær,
hann er rétt að byrja!


mbl.is Smurðar samlokur fluttar alla leið frá Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á salerninu

Mikið var sá maður lúinn.
Meðvitundin rofnaði.
En hvort var hann alveg búinn
áður en hann sofnaði?


mbl.is Sofnaði á salerni og missti af flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísir í vinnslu

Umræða dagsins dökkleit er.
Degi er heitt í sinni.
Atburðarásin eftir fer
uppskrift úr Verbúðinni!


mbl.is „Eins og sena úr Verbúðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað sjónarhorn

Þó að hann málið vart þekki
á því mun  Bjarni ei gata,
enda þá hefur hann ekki
áhyggjur, líkt og Kata.


mbl.is Hefur ekki sömu áhyggjur og Katrín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan tíma missa

Ég held það væri best fyrir bæði

að byrja á eitt og tvö,

af því að þessi örvandi svæði

eru 27!

 

 


mbl.is 27 kynörvandi staðir líkamans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn

Vinstri græna varla skilja.
Vífillengjurnar
nægja ekki og nú þau vilja
nákvæmara svar.


mbl.is Svar Katrínar valdi verulegum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ledljós

Krabbadýrin fúsir fiska,
finna marga skel.
Ráð til að ná í risadiska
reynist bara vel.


mbl.is Vinsældir „risadiska-diskós“ ótvíræðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálalæsi

Mæld er upphæð af mikilli rausn.
Minnkuð aðeins til vara.
Er það í fjármálum alhliða lusn
ellilífeyri að spara.


mbl.is Alhliða lausn fyrir fjármálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris

Um hann víst sagður er allskonar hroði.
Álfarnir sleppa út úr hólnum.
Svo hangir hann eins og hundur á roði
á helvítis ráðherrastólnum!

mbl.is Hættir sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2022
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband