Það ekki bara?

Fékk ég matinn fyrir rest:
Firna góða ýsu.
Er þá ekki bara best
að búa til eina vísu?

Dæmigert

Kæti er í kúnum að vori.
Klaufir þær naumast spara.
Í upphafi sprett er úr spori,
spurt svo hvert á að fara.


Umferðaraukning

Umfangið það hefur töluvert teygst.
Um trafík er hreint engu logið.
Flogið er mikið og umferðin eykst
af því svo mikið er flogið.


mbl.is Umferðin aukist til muna á flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosfrétt

Gangan flestum gekk í hag.
Gegnum tárin brosið.
Enginn var með dólg í dag.
Drottinn blessi gosið!


mbl.is Enginn verið með dólg í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lát eigi platast

Varúð öll er þarfaþing.
Þekkist ýmis voði.
Seljendur í krók og kring
kaupendurnir skoði.


mbl.is Kaupendur skoði seljendur betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti

Kannski gefst hér kostur nýr:
Kappinn velviljaður.
Að reynslu sinni Bjarni býr;
bankasölumaður.


mbl.is Bjarni: Til greina kemur að selja Landsbankann og Íslandspóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankamál

Oft samkvæmt venjunni bullið þið bara.
Um bankanna hagsmuni spyr ég til vara:
Að vinanna kökum hvort voruð að skara?
Þið verðið að svara!


mbl.is Stjórn Íslandsbanka krafin svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælt er með meðalhófi

Í uppáferðum oft er kátt
út um víða völlu.
Sumir vilja hafa hátt,
en hóf er best í öllu.


mbl.is Lögregla kölluð til vegna kynlífshávaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berjast

Á í vök að verjast
veslings Úkraína.
Þó er best að berjast.
Birt er Nato lína.


mbl.is Selenskí er mættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing

Magnað er gosið. Mega flott.
Margur þetta skildi:
Að það hefur afar gott
auglýsingagildi.


mbl.is Gosið hefur „mikið auglýsingagildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2023
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband