Gleði, gleði

Nú þegar loks ég er nýorðinn frjáls
ég nýt þess að umbuna mér
og viðbúið er að ég hlaupi upp um háls
á hérumbil hverjum sem er!


mbl.is Öllum takmörkunum aflétt innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óður til heilbrigðisráðherra

Ónæmisbuska ur öskunni rís.
Ábyrg þó sinna gerða.
Megi okkar hjartkæra Heilbrigðisdís
heillarík ávallt verða.


mbl.is Um 90% með mótefni eftir að allir hafa fengið boð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættan orðin að veruleika

Um miðjan mánuðinn birti ég þessa vísu. Tilefni til að endurtaka
hana nú:


Ýmiskonar sjónarmið má sætta.
Sættast má við ofurlitla bið.
Brynjar kannski hættir við að hætta:
Hættan á því blasir okkur við!

mbl.is Segist hafa sannfærst um sigur sinn og þiggur sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul vísa um stjórnmálamenn

Sagt er að finnist á Alþingi enn
allskonar fjörulallar:
Lygarar, kratar og landráðamenn,
ljóskur og rugludallar.

 


Of erfitt

Á Boðnarmiði,fésbókarhópi hagyrðinga, kepptust menn við að lýsa sjálfum sér. Ég treysti mér ekki að taka þátt í þeim leik:

Að lýsa í fáeinum línum
hve lundin er fáguð og sterk
og segja frá mannkostum mínum
væri mikið og krefjandi verk.


Skyldi nú vera

Elginn vaða upp í klof
engar leysir krísur.
Kannski bara einum of
allar þessar vísur!

Góða helgi

Fagnaðartilefnin fjölmörg má sjá.
Flest með þeim allra bestu.
Vonandi heldur sig vírusinn frá
veisluhelginni mestu.


19. júní

Ég er svo vinsæll sem vita öll fljóð,
í vísnagerðinni laginn.
Kannski ég ætti að kveða þeim ljóð
á kerlingaréttindadaginn!

Öldrunarheimili enn

Enga vil ég öldrun sjá
angra mína vini,
en hér á rekstri hagnast má
í hagræðingarskyni.

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2021
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband