Kóngur vill sigla...

Flókið er ferð að plana.
Ég færi þó ef ég þyrði.
Baldur er vélarvana
að velkjast á Breiðafirði.


mbl.is Farþegaferjan Baldur vélarvana á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skallaskjall

Þessir eru býsna margt að bralla.
Það besta er og þykir alltaf gott;
að flestir hafi skolli fína skalla
skiljanlega þykir bara flott!

mbl.is Frægustu íslensku skallarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima hjá pabba og mömmu

Börn skuli foreldrum búa mest hjá,
bitnum af skuldanna tönnum.
Með því er auðvelt að forða þeim frá
fjárglæfrabankanna mönnum.

mbl.is Gætu þurft að búa lengur í foreldrahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri blágrænir

Feigðargötu fer á brokki
flokkurinn með hraði.
Víkja skal úr verndarflokki
og virkja nokkra staði.
 
Vatnsaflsvirkjun ein og ein
enginn þykir skaði.
Áfram streymir orkan hrein.
Allt fer vel á blaði.

mbl.is Rammaáætlun III samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjuefni

Að koma á lögum um verslun á víni
virðst mér töluverð brekka.
Fráleitt um þetta að fjalla í gríni.
Fæ ég þá ekkert að drekka?


mbl.is Ekki náð að stilla sér saman um netverslun áfengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ræð

Hér skal tefla minni mekt
á móti þínum vilja.
Allt er þetta eðlilegt
eins og gefur að skilja!


mbl.is Gagnrýni Miðflokksins komi úr hörðustu átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissu fleiri

Skapast vá af veirum.
Vont að ná ei sátt.
Þetta fannst nú fleirum,
þótt færi ekki hátt.


mbl.is Ráðherrar tjáðu sig óvarlega og ófaglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumurinn

Til Vestmannaeyja er leiðin löng
og Langeyjarsandur baldinn.
Freistandi væri að grafa göng
í gegn um brimöldufaldinn!


mbl.is Göng slegin af vegna kostnaðar og óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja stiga viðbrögð

Vei þeim sem á verði sofna,
víst þá skamma má.
Vegna þessa strax ég stofna
stýrihópa þrjá.

mbl.is Setur saman viðbragðsteymi vegna neyðarástands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speki

Auðnu sína enginn flýr.
Ýmsir njóta hylli,
hvort sem þar að baki býr
brjálsemi eða snilli.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2022
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband