Öldrunarheimili

Ekki er að sjá að af undrun menn gapi,
enda mun dagljóst og skýrt
að öldrunarrekstur er ávallt með tapi,
þótt ekki sé hráefnið dýrt.

Vorveðrið

Þræsingurinn þekktur er.
Þá í álinn syrtir.
Verðir tímans virðast mér
veruleikafirrtir.

Heimsmálin

Ég hef ekkert vit svo heitið geti
á heimsmálum (mætti segja um fleiri),
en trúi bara eins og nýju neti
næstum því öllu sem ég heyri!

Brynjar

Ýmiskonar sjónarmið má sætta.
Sættast má við ofurlitla bið.
Brynjar kannski hættir við að hætta:
Hættan á því blasir okkur við!

Andlaus nótt

Mjög að loknum morgunverði
mikið þess ég saknaði
að ég vísu enga gerði
áður en ég vaknaði!


- - -

Löngum hef ég leitast við
að lána fé svo ekkert skorti.
Að gera vel við gamalt lið
er gjörsamlega út úr korti!

Það er nú það

Getur oft á steinum steytt.
Stöðugt margir rausa,
þótt vissulega varla neitt
viti í sína hausa.

Umvöndun

Vindur fer úr fréttunum
og frasar verða bitlausir
hjá þeim sem tala alltaf um
hve aðrir séu vitlausir!

Já einmitt

Vini okkar vil ég hrósa.
Vond er ruslakista.
Flestir þeir sem fáir kjósa
færu vel á lista.

Það skal tekið fram að þetta á eingöngu við um þann lista sem umræddur vinur vildi sitja.

mbl.is „Ég kveð stjórnmálin sáttur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hirðuleysi?

Stundum ég hálfilla hirði
um hugsanlegt efni í ljóð,
enda er það varla þess virði
ef vísan er ekki góð.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2021
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband