Misjöfnuður

Þeir velstæðustu víða leita fanga.
Virðast aldrei taka stefnu ranga.
Hinir þeir hrapa
og heiðrinum tapa,
sem ævinlega á horriminni hanga.

Aðsókn

Framsókn nú stödd er á fallegum stað,

fjölmargir kostum skarta.

Að lukkunnar velstandi leitað er að

lyklinum (þessum svarta).


mbl.is Framsókn til í borgarstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagurinn í dag

Misjafn virðist mannsins hróður,
sem margir raunar hrósa.
Dúndur- eða drullugóður
Dagur til að kjósa!


mbl.is „Þetta er frábær dagur til að kjósa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna bjátar eitthvað á

Eitthvað er víst döpur daman;
doði honum segir taman.
Þau eru hætt að sofa saman,
sem þeim áður fannst þó gaman,


mbl.is Íslenskt par er hætt að sofa saman - hvað er til ráða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan Dag inn!

Óska má að seggur sá
sannleiks fái að njóta,
sem teygði lögin til og frá
en tókst þó ekki að brjóta.


mbl.is Hafna því alfarið að lög hafi verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Adidas

Verndum börnin, vörumst perra,
sem víða fylla bekki.
Einkum vegna brjósta berra
birtum þetta ekki.


mbl.is Banna Adidas auglýsingu vegna berra brjósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra

Efalaust kemst allt í lag
og við lausnir finnum
þegar fyrir dómstól Dag
drögum nokkrum sinnum.


mbl.is Kæra borgarstjóra fyrir lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

E-listinn

Á honum þeir illa héldu skil

og höfðu næstum því misst´ann.

Var Birgitta fölsuð og búin til

svo bæta auðnaðist listann?


mbl.is Meta ekki fullyrðingu um fölsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að skreppa

Með D-ið fyrir framan
fallega brosir daman.
Það gæti verið gaman
að geta skroppið saman ...


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn í borginni skreppur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar seldur var banki

Í söluferli hefur hrikt,
hroða er að minnast.
Skrýtið er að skítalykt
skuli ennþá finnast!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2022
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband