Skýli

Gott er að eiga til þess tól
að taka á ýmsum krísum
og hafa öruggt skálkaskjól
í skattaparadísum.


mbl.is Fjarstaddir umræður um aflandsfélagarannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fjósinu

Frá því ég man fyrst eftir mér minnist ég þess að hafa af og til heyrt talað um að moka þyrfti framsóknarflórinn. Líklega er ekkert óeðlilegt við það; að minnsta kosti man ég ekki betur en þegar ég vann við að moka flórinn í fjósinu heima í gamla daga hafi þurft að gera það nokkrum sinnum á sólarhring hvern dag allan ársins hring.


Margir

Nú svara skal þjóðfélags þörfum
og þjóna fólki í lörfum.
Við úr hægindum hörfum
og höfum nú látið af störfum.


mbl.is Kristján Örn lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullfiskar

Óþarfi virðist mér alla að gruna
þótt einhverjir hlaupi í var
og eigi svolítið meira en þeir muna
og minnast alls ekki hvar!


mbl.is Minnisleysi og misskilningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringiða fjármálamarkaða

Ekki er þetta illa meint.
Eflaust mætti sekta

þá sem ekki geta greint
gerfifé frá ekta.


mbl.is Ekki um markaðsmisnotkun að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögur af aflandi

Spurður er ég hvar og hví
og hvort að núna sé lag.
Mig hefur lengi langað í
lítið aflandsfélag.

mbl.is Með dótturfélag á Jómfrúareyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipta. (um umræðuefni).

Af sumum er talinn með hófa og horn.
Heimfærður einnig til vætta.
Um fleira má yrkja en forseta vorn,
fyrst hann er ekkert að hætta!


mbl.is Guðni Th.: Fyrsta sem ég sá var Ólafur Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herhvöt

Á erfiðum óvissutímum
upphefjum gömlu tólin,
þulhnúum þau og límum
þjóðhöfðingjnn við stólinn.


mbl.is Ólafur í hópi með einræðisherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið leyst

Yfir okkur vakir vættur.
Virðist allur skaði bættur.
Hér er okkar maður mættur,
mun ei vera nærri hættur!


mbl.is Dorrit skipti um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í lagi

Aflandsfélag okkar hvað?
Enginn virðist fatta,
allt í lagi er með það
ef við borgum skatta!

mbl.is Bjarni birtir upplýsingar um skattskil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 129083

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband