Opinberun kaupendalista

Það að reyna að slétta slóð
slær á efa þankans.
Gott er fyrir þessa þjóð
að þekkja kaupnaut bankans.


mbl.is Opinbera hverjir keyptu í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bænin

Framtíðin, það vottum vér,
við oss skín svo björt.
Góða guð, ég þakka þér,
að þú ert ekki svört.

mbl.is Óviðurkvæmilegt orðbragð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ert þú að gera hér?

Lof þiggur Lilja fús.
Ljúf er og oftast fín.
Hún kærir sig ekki um knús
en kann þó að gera grín.


mbl.is Lilja kærði sig ekki um knús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#mínarbuxur

Ýmislegt þau hafa að hugs´ um.
Hætt´essu væli.
Má ég vera í mínum buxum
á meðan ég æli!


mbl.is #Mínarbuxur: Dómstólar gagnrýndir fyrir sýknudóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blue Lagoon

Vonandi ekki verra tjónið
verður þó að skjálftahrina
bregði sér i Bláa lónið
og baði sig í hópi vina.


mbl.is Fjöldi skjálfta í grennd við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga

Krónum í veskinu fækkar og fækkar,
fjöldi útgjalda vex.
Prósentin mörgu sem mjólkin nú hækkar
mælast 6,6


mbl.is Mjólkurverð hækkar um 6,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1.apríl

Í tilefni dagsins tók ég mér
töluvert erfitt labb.
Í tilefni dagsins það einnig er
auðvitað bara gabb!


« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2022
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband