Sveitasæla

Hann bangaði saman bögu,
bóndinn ungi í Flögu,
um sælu í sveit
í sérhverjum reit,
en fór þó fljótt yfir sögu.


Námslimra

Nökkvi sér nýja skor valdi
á námsbrautinni hjá Þorvaldi.
Svo er að sjá,
sagði hann þá,
hvort prófi ég næ í vor, Valdi!


Flugufótur

Það er ekki flugufótur
fyrir því ég sé ljótur,
en kannski er það
kauðalegt að
ég kann ekki að lesa nótur.


Hann Kalli

Karl hennar Kollu á Akri,
kallaður oft hinn vakri,
skammlítið bjó.
Skilaði þó
skuldastöðunni lakri.


Hver er munurinn á Óla?

Allir þeir sem ætla að spá
eitthvað í lífsins skóla
gjarnan læra þurfa þá
að þekkja muninn á Óla.


Skálkaskjól

Hvergi á byggðu bóli
býr honum líkur Óli.
Ég veit að hann var
í veseni þar,
geymdur í skálkaskjóli.


mbl.is Sennilega farið mannavillt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskalok

Virku dagarnir verða ekki flúnir,
venjurnar ná sér á strik.
Nú eru páskarnir bráðum búnir,
burt flognir líkt og ryk.


Föstudagurinn langi

Ég með sanni ekki vil
einn á krossi hanga.
Með frelsaranum finn ég til
á föstudaginn langa.


Páskar

Þá fyllist ég gleði og gáska
og galsa sem jaðrar við háska,
ef útvegar guð
allsherjar stuð
eitthvað fram yfir páska.


« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband