12.4.2015 | 14:19
Sveitasæla
Hann bangaði saman bögu,
bóndinn ungi í Flögu,
um sælu í sveit
í sérhverjum reit,
en fór þó fljótt yfir sögu.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2015 | 09:25
Námslimra
Nökkvi sér nýja skor valdi
á námsbrautinni hjá Þorvaldi.
Svo er að sjá,
sagði hann þá,
hvort prófi ég næ í vor, Valdi!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2015 | 20:07
Flugufótur
Það er ekki flugufótur
fyrir því ég sé ljótur,
en kannski er það
kauðalegt að
ég kann ekki að lesa nótur.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2015 | 23:14
Hann Kalli
Karl hennar Kollu á Akri,
kallaður oft hinn vakri,
skammlítið bjó.
Skilaði þó
skuldastöðunni lakri.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2015 | 22:10
Hver er munurinn á Óla?
Allir þeir sem ætla að spá
eitthvað í lífsins skóla
gjarnan læra þurfa þá
að þekkja muninn á Óla.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2015 | 15:11
Skálkaskjól
Hvergi á byggðu bóli
býr honum líkur Óli.
Ég veit að hann var
í veseni þar,
geymdur í skálkaskjóli.
![]() |
Sennilega farið mannavillt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2015 | 20:09
Páskalok
Virku dagarnir verða ekki flúnir,
venjurnar ná sér á strik.
Nú eru páskarnir bráðum búnir,
burt flognir líkt og ryk.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2015 | 21:20
Föstudagurinn langi
Ég með sanni ekki vil
einn á krossi hanga.
Með frelsaranum finn ég til
á föstudaginn langa.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2015 | 10:02
Páskar
Þá fyllist ég gleði og gáska
og galsa sem jaðrar við háska,
ef útvegar guð
allsherjar stuð
eitthvað fram yfir páska.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði