Áreiti

Í refskák hvorki fast né laust þeir láta.
Leika peðum eftir reitum fínum.
Karlar reyna konurnar að máta
og keppast við að tefla hrókum sínum.


mbl.is Skákkonur hafi verið áreittar á Reykjavíkurmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efst á hæðinni

Trúna bæði rétta og ranga
reyndi hann að fanga.
Á fúnum krossi fékk að hanga
föstudaginn langa.

Á Austurvelli

Erfiðra spurninga oft er spurt.
Illgresi kæfir marga jurt.
Allmargir vilja Bjarna burt,
bara snúið að vita hvurt!


mbl.is Mótmæla bankasölunni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurráðherra

Verkþætti margra manna
meður árangri bestum
rösklega reynist spanna
í ráðuneytunum flestum!


mbl.is Fáir við ríkisstjórnarborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska

Sumir bankasölumenn
sýnast brátt í háska,
þó að Lilja ætli enn
að eiga góða paska.


mbl.is Ætlar að fá að njóta páskafrísins í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling

Sumun þykir Sólveig hroka
sýna, það sé henni tamt.
Burt með allar peysur og poka!
Páskar munu koma samt.


mbl.is Öllu starfsfólki Eflingar verður sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagfjárfestar

Frjálsir þeir ganga um borgir og bý.
Bærileg er þeirra líðan.
Fjármálagildrunum festust þeir í
Fjárfestar kallast víst síðan.

mbl.is Forstjóri bankasýslunnar ætlar ekki að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi...

Hér var ei hugsað til enda,
sem hendir oft stjórnmálamenn.
Hvar á að lokum að lenda
ljóst er víst hreint ekki enn.


mbl.is Nokkuð ljóst að kosningalögin verði skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur fáum á óvart

Fljótt nú myndast fjöldahreyfing.
Fólkið skilur eðli þankans:
Ásættanleg ættardreifing
á eignarhaldi gróðabankans!


mbl.is Óskadreifing á eignarhaldi bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupa í skarðið

Bras er að tollera bombuna slíka.
Bændurnir aðstoð þó fengu:
Miðflokksmennirnir lyft´henni líka,
en lugu að sjálfsögðu engu.


mbl.is Miðflokksmenn lyftu líka Vigdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2022
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband