Er feldur á lausu?

Áskorunum að ég held
óvíst er um hvort ég neiti.
Ef ég góðan fengi feld
framboð yrði á næsta leiti!


mbl.is Fékk feldinn lánaðan hjá Andra Snæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég missti af stefnuræðunni

En geri því skóna að hún hafi verið efnislega á þessa leið:

Við munum stöðuna styrkja,
um stundarhagsmuni yrkja.
Lýðræðið við skulum virkja:
Vesalingana kyrkja.


mbl.is „Dramb er falli næst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klastur

Um ríkisstjórn er stöðugt rætt,
státin virðist harla.
Nú er hún í nauðum bætt.
Ný hún telst þó varla!


mbl.is Afgreiðsla fjárlaga gæti tafist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábúðarskipti á Bessastöðum.

Sá er ríður hér í hlað
að höfnum fyrsta slætti
þarf að geta brotið blað
með byltingarkenndum hætti.


mbl.is Ástþór á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppur II

Tæplega karlstaula þann ég þekki.
Þó ekki virðist hann tregur.
Fjandakornið, þá finnst mér hann ekki
forsætisráðherralegur.


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir ábyrgu

Úr ausunni við ekki supum kál,
þótt allir kannski virðumst heftir smá.
Við klárum þessi mikilvægu mál
og munum síðan kjósa eftir á.

mbl.is „Ætlum ekki að taka langan tíma í þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppur

Vont er hlutskipti varamanns.
Vekur sá furðu mína
sem ætlar að nota andlit hans
eins og brókina sína.


mbl.is „Má vel vera að einhverjir misskilji þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sneypa

Ráðabruggi ráðamanns
reyndust slæmir byrir;
vopnin snerust í höndum hans
og hittu sjálfan fyrir.


mbl.is Allir nema einn studdu að Sigmundur stigi til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skyndi

Ég prófa að yrkja um pólitík
og pæli í hvað sé satt,
en atburðarrásin er nú slík
ég ort get ei nógu hratt!

mbl.is Sigurður Ingi taki við af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stigið fram

Réttast væri að stíga á stokk
og stíga fram,
láta hljóma fokking fokk,
farðu, skamm!

(Hér er, sérstaklega í fyrri helmingi, haft í heiðri
dæmigert útvarpsmál)


mbl.is Mjög hafi fjarað undan Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 129083

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband