23.4.2015 | 08:59
Gleðilegt sumar!
Samkvæmt hefðum sést nú betur
í sumar verði gaman
fyrst að bæði vor og vetur
voru að frjósa saman.
Og ekki skemmir fyrir að jafnað var yfir samskeytin með smá snjóföl!
Gleðilegt sumar :)
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2015 | 08:59
Hretórar
Heldur kólnar, haustar að.
Hann á ýmsu lumar.
Okkur ber að þakka það;
þetta stutta sumar!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2015 | 22:52
Vaðlaheiðarvaðlar
Sýnist mér af sama meiði,
svipuð þeirra gjörðin,
Vaðlarnir í Vaðlaheiði
og Vaðlarnir við fjörðinn.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2015 | 22:23
Vatn
Von er til að Vaðlaheiði batni
ef verktakarnir sinna henni af natni.
Þótt sýnist raunar vera full af vatni
vænta má það einhverntíma sjatni.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2015 | 22:36
Skilji hver sem vill hvernig sem vill!
Taka þarf á tekjuvanda.
Tukta nú í þessu skyni
helst má ekki HB Granda
honum Birni Snæbjörnssyni.
![]() |
Segir oft glymja hæst í tómri tunnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2015 | 07:45
Þjóðráð
Allnokkra breytingu þekki ég þarfa,
sem þjóðinni forðaði raunum:
Að úthluta pöpulnum stjórnunarstarfa-
stærðargráðu í launum.
![]() |
Ólíkir hópar með ólíkar kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2015 | 14:25
Ógn
Á meðan fólk um borg og bý
býr við kjaralöskun
stanslaust virðist stefna í
stöðugleikaröskun.
![]() |
Staðan er grafalvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2015 | 14:25
Litli skattur
Fyrir skráð og skammlaust puð
er skammtað minna en flestir vona.
Bæði HB Grandi og guð
gera þetta oftast svona.
![]() |
Gagnrýndu hækkun stjórnarlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2015 | 21:00
Hver?
Hann er svo hugmyndaríkur
að hæfni til engum líkur.
Hvert sem hann fer
og hvar sem hann er
hvergi finnst annar slíkur.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2015 | 15:04
Gulllimra
Þá yrkja ég ekki nenni
en orðsnilldar samt ég kenni,
er limran mín lausn.
Ég læt þá af rausn
gullkornin glóa í henni.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 129086
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði