Bjarna burt

Eitthvað hefur átt sér stað.
Eðlilegt að þá sé spurt
einhvers, líkt og hvers er hvað
og hvað er þetta bjarnaburt?

mbl.is Stjörnum prýdd mótmæli við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruljóð

Náttúran birtist í mörgum myndum;
margt er í henni að sjá.
Bæði annarra og sínum syndum
segir fólk núna frá.

mbl.is Vilja karlar upp til hópa 45 kílóa konur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaðarlist

Allt of viða eru merkin
um það sem er bannað.
Í nafni listar virðast verkin
vera að éta hvort annað.


mbl.is Lögreglan þarf að leita til járnsmiðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestun

Það getur verið flókin för
að fá allt til að ríma.
Bankasýslan býr til svör
á býsna löngum tíma.


mbl.is „Mjög dapurt“ að fresta þurfi fundi um bankasöluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar!


Andinn á ýmsu lumar.

Óðfluga léttast sporin.

Gott og gleðilegt sumar!


Gaman er oft á vorin.

 

 


Út í bláinn

 

Að vera á stuðlastíminu


stundum er býsna gaman;


ryðja út úr sér ríminu


og reyna að koma því saman!

 


Ekki er lát á yrkingum.


Enda fyrir vikið


hef ég stundum hugmynd um


að hafa ort of mikið!

 


Gaman væri að geta ort


um góðærið á Fróni.


Litlu börnin líða skort


og lífið allt í tjóni.


Sá konu í Kastljósi

 
Þung á brún sem þrumuský,
þótt á málum hnykki
sem leiki skúrkinn aðal í
eigin glæpastykki!

Stjórnarraunir

Arka skítinn upp í klof.
Af því bera þungann;
líklega var Lilju um of
laus í skolti tungan.


mbl.is „Líklega hefur Lilja sagt of mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankasalan ehf

Ég söluna sjálfur tel
svona í og með

í heildina hafa vel
heppnast, þannig séð.


Skotfimi

Borgarlínurnar beinar
borg segir Dagur í hag;
skýtur hann óðar á Einar,
sem aftur skýtur á Dag.


mbl.is Dagur skýtur á Einar, sem skýtur til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2022
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband