Nafn óskast

Nýja hraunið nefnum við.
Nafnið kemur héðan,
en streymi þess og stefnumið
stjórnast beint að neðan.

Mygla

Margir hollvinum hygla,
ef hugsun er þannig stemmd.
Víða sést mannleg mygla
og mikilvirk rakaskemmd.

Gos

Ferðaráð hefur við framboðið bætt.
Fagradalsafkvæmið lokkar.
Ljómandi er gosið nú lítið og sætt;
langbesta bjargráðið okkar.

Það er nú það

Mér finnst dálítið merkilegt að
maður einn sem ég þekki
sagði við mig að það væri það,
þótt hann vissi það ekki.

OR

Hýru forstjórans hækka ber.
Hér þarf að forða tjóni.
Tekjurnar eru, trúðu mér,
tæpast í nös á ljóni.

 


Nú verða sagðar fréttir

Á fumlausan hátt eru fréttirnar sagðar.
Fullkomið hlutleysi ríkir að sjálfsögðu.
Með varúð og gát eru línurnar lagðar,
þótt líka sé örlítið minnst á þær hálfsögðu.


?

Úr hálfgerðu frauði er heimurinn gerður.
Hræringar eiga sér stað.
Um hvernig síðar meir veröldin verður,
vitið þér enn eða hvað?

O - jamm

Ef þú hefðir ekki neitt að segja,
engu kæmir skammlaust niður á blað,
hver sem væri hvattur til að þegja.
En hvernig gerir maður það?

Brennandi spurning

Þegar styttist í kosningar fer ófyrirsjáanleikinn að verða óþolandi:

Ef maður ekkert veit um vá
verður erfitt að kjósa.
Segðu nú bara af eða á:
Ætlarðu að láta gjósa?


Sviðsmyndir

Af sviðsmyndum er gott að gorta;
gjarnan má þær feika.
Flestar þeirra finnst mér skorta
fyrirsjáanleika.


Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband