Tilefnisleysi

Stundum verða vísur til af einhverju tilefni.
En sumar vísur verða til af tilefnislausu. Þá verðu maður að reyna að finna tilefni eftirá!

Oft við höfum smætt og smáð
smælingjanna vik,
yfir hverja drýgða dáð
dregið pennastrik.

Ekki slæmt

Aftur mætt hún er á RUV,
eins og við nú heyrum.
Gunna Dís er létt og ljúf
og lætur vel í eyrum.


mbl.is Guðrún Dís hefur störf á Rúv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði

Réttlætis gangur í raun og veru
er rölt eitt og lötur,
en leiðir fjármagnsins oftast eru
einstefnugötur.


Ákall Reykvíkinga

Svo lendum ekki í leikjabann,
(ljóst við af oss brutum)
vantar okkur varnarmann
að verjast ýmsum hlutum.


mbl.is Björgvin í framboð til borgarstjóra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin fréttamennska

Á fumlausan hátt eru fréttirnar sagðar.
Fullkomið hlutleysi ríkir að sjálfsögðu.
Með varúð og gát eru línurnar lagðar,
þótt líka sé örlítið minnst á þær hálfsögðu.


Norðvestur

Í minni er enn hversu málið var heitt.
Magnað hve allt virtist bilað.
Skýrslur þar týndust og öðrum var eytt.
Atkvæðum var jafnvel skilað!

 


Samræming flokkunar

Hugsuðu um eigin heimalönd
á höfuðborgarsvæðinu.
En gott að nú skal hafa hönd
á heildarruslaflæðinu.


mbl.is Samræmd ruslaflokkun á öllu höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2022
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband