Bankastjóralaunin

Hækkuðu nýlega og hækka aftur senn
og hækka þá meira en síðast.
Ég sagði það áður og segi það enn:
Svona á bara alls ekki að líðast!


mbl.is Sturlaðar launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin

Engu að lauma til eigin handa
er efalaust nokkur raun.
Svo falli hún ekki í freistnivanda
fá þarf sæmileg laun.


mbl.is 82% launahækkun varla talist hófleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smávegis

Þótt einhver það væri sem ekki mætti;
auð sæti þegar ég gáði
voru ekki svo mörg að markvert þætti
og munaði nokkru að ráði.


mbl.is Vandræði á leið í Þjóðleikhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sést til þín

Herrann sem himnunum á
hangir og allt þykist sjá
gefur því gætur
er glaður þú lætur
seðlana sjálfan þig fá.


mbl.is Drífa kallar eftir aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forðumst matarsóun

Ef það er maðkur í mysunni,
í mjölinu eitthvað kvikt,
gagnast það kannski kisunni
sem kemst gegnum þunnt og þykkt.


mbl.is Innkalla haframjöl vegna skordýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

***

Þetta er orðinn langur lestur.
Líka tjón.

Sannleikur er sagna bestur,
segir Jón.


mbl.is „Sannleikurinn er sagna bestur,“ segir Jón Baldvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað veðrið

Leiðindaveður og lélegt skyggni
vér látum ei á oss fá.
Bílstjórar reyna með hugdirfsku og hyggni
að hanga veginum á.


mbl.is Vegir lokist í nærri sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptamódel

Sumarbústað nú ætla í.
Ekkert mun þörf að fela.
Leigusamningar lúta að því
að lausafé megi stela.


mbl.is Leigði bústað og stal úr honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur

Hvort við græðum baun á Bakka
er bara ekki víst.
En alltaf verður þér að þakka
það sem af því hlýst.


mbl.is Framtíðin sker úr um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyndar...

Misjafnt er oftlega geðslagið guma.
Grínið ei öllum er tamt.

Almenn leiðindi einkenna suma
sem ekki eru handteknir samt.


mbl.is Með almenn leiðindi og óviðræðuhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband