Lauga

Vesalings litla Lauga
löngum glímir við drauga,
sem oftar en ekki
ástunda hrekki,
en þá eru þeir að spauga.
 
 

Eftir jólin

Mönnum gengur misjafnlega
að missa burtu kílóin.
Á Akranesi allavega
ennþá tolla sílóin.


mbl.is Sílóin standa enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í svefnrofunum

Ég mundi í morgunsárið,
er maginn var fylltur graut,
að liðið er enn eitt árið
í aldanna skaut.


Kötukvæði hið nýrra

Á milli vinstri og hægri hefur
hyggst reisa brú.
Býsnin öll á bátinn gefur
þótt bili ei trú.

Er í brúnni burðarás
en babb ekki leyst.
Hefur kannski hurðarás
um herðar sér reist?

Tæpast Vinstri grænum gróður
góður af hlýst.
Þetta er nokkuð þungur róður,
það eitt er víst.


Forsætisráðherra í Kastljósi

Óskýr Katrín ekki var.
Engu þarf að kvíða.
Samtal hér og samtal þar,
samtal nokkuð víða.

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 128084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband