Diddú

Ef heppnaðist vindinn að virkja,
vel mætti álverið styrkja
og meira en það.
En málið er að
mér finnst of hvasst til að yrkja.


Ber

Listgjörningi lauk í dag.
Lýðinn virtist massa.
Allt er nú með öðrum brag;
engi(n)n ber í kassa.


mbl.is „Held ég fái mér bara að reykja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur í morgunsárið

Sálu mína ég sel;
sem við gyðjuna Hel.
Þeim líður líklega vel
sem lepja dauðann úr skel.


Vart á vetur setjandi

Stjórnvöld fyrst og fremst á blað
fjáraukalögin skrifa.
Ennþá sér þess engan stað
að öldungar fái að lifa.


mbl.is Fangelsin fá aukið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú það

Skáldið villtan huga hemur,
hógværð tekur völd;
andann tuktar enda kemur
engin vísa í kvöld.


Basl var búskapur

Menn hokruðu áður með kindur og kýr
og kartöflur stundum víst líka.
En núna með túrhesta bóndi hver býr
sem bráðlega gerir þá ríka.


Er merkt í kladdann?

Á Alþingi stendur yfir þingfundur. 2. umræða um fjáraukalög. Sjónvarpsupptakan sýnir að vísu aðeins ræðustólinn og nánasta umhverfi, en mér skilst að aðeins tveir framsóknarmenn séu viðstaddir umræðuna og enginn sjálfstæðismaður. Hvernig stendur á því? Er þingið nokkuð að virka eins og ætlast er til?

 


mbl.is „Skelfilegt að horfa upp á þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegir listarinnar

Líklega þjónar það listinni mest
að láta hlutina passa.
Í neytendapakkningu nýtur sín best

nakinn maður í kassa.


mbl.is Nakinn í kassa: dagur 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti

Flestir vaða fönn í hné.
Farið er að renna.
Ætli vonda veðrið sé
Vigdísi að kenna?


mbl.is Blindur og kaldur morgunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 129085

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2015
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband