Ormur á gulli

Best að þær flestar feli
svo færri þær geri að sínum.
Eins gott að enginn steli
öllum vísunum mínum.

Flækjustig

Höfundar eiga í erjum
um hverjum heiður ber.
Spurningin hver frá hverjum
og hverju stolið er.

Hljóta kunna einhvern arð
ef þeir teljast höfundar,
en í þeirra góða garð
gætir kannski öfundar.

 


mbl.is Líklega ritstuldur hjá Bergsveini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisráðherra

Takti í embætti nýr hann náði,
nú er þetta hans starf.
Eðli ráðherra að hann ráði
öllu sem ráða þarf.


mbl.is Vill að ráðherra skipi sóttvarnalækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki búið

Í talningarmálin nú hlaupa kann harka.
Horfa á klúðrið má ólíkri sýn.
Alþingiskosningar ekkert að marka,
enda í rauninni misheppnað grín.


mbl.is Ekki útilokað að ógilda kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir Ármannsson

Setti þingið sæll og hreykinn.
Hann sómamann ég tel,

þótt kannski ekki kúluleikinn
kunni nógu vel.


mbl.is Glænýjum forseta varð á í messunni og tók hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2021
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband