30.12.2015 | 20:24
Fjölnotavísa
Augnablikið karla kætti
er konur höfðu giljað
ef til vill með öðrum hætti
en þær hefðu viljað.
Ath.: Þetta er fjölnotavísa. Það má víxla körlum og konum og breyta þær í þeir eftir hendinni. Þannig má finna að minnsta kosti fjórar útgáfur hennar.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2015 | 19:27
Þriðja tilraun til að gera almennilega jólavísu
Svo mætti nefna að nú eru jólin
og nokkuð liðið á vetur.
Um þetta leitið sé ég að sólin
sést alltaf betur og betur.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2015 | 18:06
Hátíð
Margir okkar þekkja það
þessa jóladaga;
hátíðleikinn læðist að
og lendir oní maga.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2015 | 17:04
Rímið ræður
Mér er það fullkomlega ljóst að þetta er ekki sérstaklega jólalegur kveðskapur, en ekki gat ég neitt að því gert að mér datt þetta í hug einmitt núna:
Ýmsa þjaka lífsins lægðir,
ljóst er það.
Rímsins vegna hef ég hægðir
í hæða stað.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2015 | 21:39
Gleðileg friðarjól
Allir nú finni sér friðinn,
falið skal ölið og spírinn.
Strjúkið á hvert öðru kviðinn,
komist í jólagírinn!
![]() |
Friðargangan í Reykjavík: Myndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2015 | 17:11
Þjóðráð
Milli þings og þjóðar rofna
þræðir. Braut er hál.
Því mun að því stefnt að stofna
starfshóp um langflest mál.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2015 | 19:52
Sveiattan
Þá taka til máls lágtvirtir aldraðir og öryrkjar:
Fláttvirtur meirihluti!
Nirflar engin nota rök.
Niðurstaða er fengin.
Ekki bítur seka sök
því samviskan er engin.
![]() |
Breytt fjárlög samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2015 | 23:50
Froðusnakk
Það er ljótt með þetta pakk.
Þannig má nú yrkja:
Það rembist við að ræða snakk
en RUV vill ekki styrkja.
![]() |
Snakktollurinn ræddur á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2015 | 22:21
Pólitíkin
Fregnum af þinginu fráleitt ég leyni.
Það fóðrar athyglissýkina
og örugglega því áfram ég reyni
að yrkja um helvítis tíkina.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 129085
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði