Fjölnotavísa

Augnablikið karla kætti
er konur höfðu giljað
ef til vill með öðrum hætti
en þær hefðu viljað.

Ath.: Þetta er fjölnotavísa. Það má víxla körlum og konum og breyta þær í þeir eftir hendinni. Þannig má finna að minnsta kosti fjórar útgáfur hennar.


Þriðja tilraun til að gera almennilega jólavísu

Svo mætti nefna að nú eru jólin
og nokkuð liðið á vetur.
Um þetta leitið sé ég að sólin
sést alltaf betur og betur.


Hátíð

Margir okkar þekkja það
þessa jóladaga;
hátíðleikinn læðist að
og lendir oní maga.


Rímið ræður

Mér er það fullkomlega ljóst að þetta er ekki sérstaklega jólalegur kveðskapur, en ekki gat ég neitt að því gert að mér datt þetta í hug einmitt núna:

Ýmsa þjaka lífsins lægðir,
ljóst er það.
Rímsins vegna hef ég hægðir
í hæða stað.


Gleðileg friðarjól

Allir nú finni sér friðinn,
falið skal ölið og spírinn.
Strjúkið á hvert öðru kviðinn,
komist í jólagírinn!


mbl.is Friðargangan í Reykjavík: Myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðráð

Milli þings og þjóðar rofna
þræðir. Braut er hál.
Því mun að því stefnt að stofna
starfshóp um langflest mál.


Sveiattan

Þá taka til máls lágtvirtir aldraðir og öryrkjar:

Fláttvirtur meirihluti!

Nirflar engin nota rök.
Niðurstaða er fengin.
Ekki bítur seka sök
því samviskan er engin.


mbl.is Breytt fjárlög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froðusnakk

Það er ljótt með þetta pakk.
Þannig má nú yrkja:
Það rembist við að ræða snakk
en RUV vill ekki styrkja.


mbl.is Snakktollurinn ræddur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíkin

Fregnum af þinginu fráleitt ég leyni.
Það fóðrar athyglissýkina
og örugglega því áfram ég reyni
að yrkja um helvítis tíkina.


Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 129085

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2015
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband