Lítilræði

Eftirlaunin eru treg.
Engir látast heyra.
Fjárlög heldur fátækleg.
Fæ ég ekki meira?


mbl.is „Halda áfram að halda fátæku fólki í fátækt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringt í vin

Eg hringi nú af því í þig
að þú ert góður kall.
Gætirðu kannski munstrað mig
á meðalstóran dall?

 


Katrín Jakobsdóttir

Hefur oft af miklum mætti
margt eitt stríðið háð verra
en líta á hvort leyfa ætti
lausagöngu ráðherra.


Sigurður Ingi

Málin eru í flýti flest
færð á milli vina.
Er þá ekki bara best
að bæta innviðina?


Þórdís Kolbrún

Utan ríkis ætla má
að hún verkum sinni,
eflaust líka eitthvað smá
innan landsins vinni.


Lilja Alfreðsdóttir

Vildi áfram menntamál.
Mun þó hafa gaman.
Glöð í lundu - hún er hál
og hlær að öllu saman.


mbl.is Komi sterkari út úr heimsfaraldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gunnarsson

Næst fékk dómsmál Nonni Gunn,
Núna sumir þögðu.
Settur þar á góðan grunn
sem góðar kvinnur lögðu.


Bjarni Ben

Er ég lengur ekki get
unnið hér í næði
mun ég færa mig um set

ef meira á því græði.


mbl.is Kemur til greina að færa sig um ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís Svavarsdóttir

Ég um það hef grænan grun
þótt gróði sé hvergi skráður;
sækja í matvælin mun
meira heldur en áður.


mbl.is Sér sóknarfæri í matvælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur Einar

Leggur sig fram af lífi og sál
svo ljósið engum dyljist.
Bæta vill hann barnamál
svo betur öllum skiljist.


mbl.is Mikil tækifæri í ráðuneyti sem er ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband