Spáð í spilin


Þótt ýmislegt finnist í ágætu standi
og efli margir sinn hag,
er þó krónískur vitsmunavandi
víða þekktur í dag.

 
Ef um málin illa semst
og engan tekst að blekkja,
valda mun því fyrst og fremst
frammistöðuskekkja.

Faraldur Fannar Snæsson

Segja vil ég fréttir fús:
Faraldur er vandi.
Á Íslandi er mikil mús,
mest á Suðurlandi

Gömul kenning, sé hún sönn,
síst mun leysa vandann.
Allt mun verða fullt af fönn.
Færðin tefur landann.



mbl.is Músafaraldur á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaml

Eftir langvinnt japl og juður
játast yður:
Þú átt að kjósa út og suður,
upp og niður.


mbl.is Líklega samstíga um uppkosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona merkilegt við það...

Ef atferli karlmanna,framgöngu og fleira,
frjálslega um er rætt,
vinsældum manna og virðingu þeirra
virðist oft skeinuhætt.


Að verja þjóðverja

Þjóðverjarnir stoltir eru og státnir,
þótt stefnan hafi reynst þeim allavega.
Bólusettir, læknaðir og látnir
og líkar það víst bara þokkalega.


mbl.is Þjóðverjar verða „bólusettir, læknaðir eða látnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda Steins

Að kjósa til þings er kostulegt glæfraspil,
en kannski í rauninni þó ekki svo galið.
Þótt þú tapir það gerir ekkert til.
það var nefnilega vitlaust talið.


Það er nú svo

Oft var það svona og enn er það nú,
þótt ýmsir í bakkana klóri,
hjá peðum í leiknum er pælingin sú:
Panta að vera sá stóri!

Leikjunum stundum sá ljóður er á,
þeim litlu veitast ei byrir
og voldugir aðilar valta yfir þá
sem veginum eru fyrir.


Í morgunsárið

Íslenska menningu stundum ég styð.
Stórgóðar hugmyndir virkja.
Snemma í morgun ég vaknaði við
að vera farinn að yrkja!


Vorið góða - (bætt útgáfa)

Vorið betra, breytt og hlýrra,
bætir fjörið hér í sveit.
Allt er nú sem orðið nýrra,
eftir því sem best ég veit.


Fyrir þremur dögum

Oft er hér í koti kátt.
Krakkalingarnir ungu
ensku máli dilla dátt
á degi íslenskrar tungu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband