Hræðslustjórn

Sú stjórn mun lifa þeim óttanum í
að endast rétt fram yfir jól
og hræðslan felst þá víst helst í því
að hafa ekki lengur stól.


mbl.is „Hræðslustjórn“ í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnismiði við stjórnarmyndun

Hverju má sleppa og hvað þarf að efna
hvernig er best að ég opni?
Að betri og traustari stjórn vil ég stefna
með stöðugleikann að vopni.


mbl.is Ríkisstjórn stöðnunar blasi við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flétta

Ef gerist konan stutta stoð
og stytta beggja karlanna
verður þetta miðjumoð
sem mætir þörfum jarlanna.


mbl.is Tilboð um að leiða góða stjórn stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í pólitíkinni

Seint munu verða Alþingi á
allir í sömu flíkinni.
Í þetta margir spekingar spá;
spurning hvað líður tíkinni.


mbl.is Flokkurinn metur árangur samtalanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...úti að slá á engi

Það sést varla eins og er
hvort engið sé heyjanlegt.
Hvað Sjálfstæðisflokkurinn sér
er svolítið teygjanlegt.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sér tvo vænlega kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En enginn við alla

Allir tala við alla.
Ástandið lítið breytt.
En hvað Bjarni er að bralla
Brynjar veit ekki neitt.


mbl.is „Það er enginn að tala við okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaskýring

Eftir ríkissjórn enn mun bið.
Allvíða birtast lokuð hlið.
Með sjálfstæðisflokkinn sér við hlið
samfylking hlyti andlátið.


mbl.is Allir eru að tala við alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Liðið var í taumi tregt.
Til þá sumir runnu.
Þetta var nú leiðinlegt,
Loga fannst - og Sunnu.


mbl.is Hissa á útspili Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti/valtari

Ekki um of skal færst í fang.
Frekar að því hyggja;
öruggari yfirgang
ættum við að tryggja.


mbl.is „Boltinn er hjá formanni VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snurða

Einingu alveg nægri
ekki tókst þeim að ná.
Sigurður hugsar til hægri;
hann er með augun blá.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband