15.11.2017 | 21:32
Rúlluterta?
Í mótið er komin hin margrædda kaka,
sem minnst er í flestra bænum.
Svo þegar við erum búin að baka
bjóða þarf Vinstri grænum.
![]() |
Ræddu við aðila vinnumarkaðarins í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2017 | 14:08
Skamm skamm
Þeir sem á karlinum klekkja
og kannski vilja hann svekkja,
boðorðið þyrftu að þekkja:
Það er sko ljótt að hrekkja!
Ljóð | Breytt 16.11.2017 kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2017 | 13:51
Allir slakir bara
Það sjást mun betur og betur
hvað blessunin litla getur.
Við bíðum og sjáum hvað setur,
hvað setjandi er á vetur.
![]() |
Létt yfir formönnum á fyrsta degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2017 | 19:22
Leikur að reyk og loga
Flokkar þrír í ljúfum leik
Loga gerir smeykan,
en vonandi að hann vaði reyk
varðandi stöðugleikann.
![]() |
Þeirra hugmyndir greinilega nær mínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2017 | 18:43
Tilvonandi forsætisráðherra:
(Endurtekin bloggfærsla vegna villu í fyrri útgáfu.)
Mér er frjálst að fara af stað,
en ferlið verður snúið.
Látið mig sko þekkja það;
þetta er ekki búið!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2017 | 15:02
Stjórnarmyndun
Dálítið villta vinstra pakk,
við ykkur segi ég: Takk takk takk.
Sigurður Ingi, áfram gakk;
útbúum handa Bjarna snakk!
![]() |
Atkvæðin komu Katrínu ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2017 | 22:22
Ullen dullen doff
Af fundinum langa það fréttist ei neitt.
Fáu mun hægt að lofa.
Átökin magnast og þau eru þreytt
og þurfa að fara að sofa.
![]() |
Fundi slitið hjá VG Þetta stendur í þeim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2017 | 14:04
Áhyggjur
Góðan tíma ég gaf þessu.
Gott það er komið af stað,
en hef nú áhyggjur af þessu,
ég verð að segja það.
![]() |
Líklega látið reyna á stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2017 | 11:15
Memm?
Vonandi ekki bara málamyndamiðjumálamiðlanir!
![]() |
Þingflokkur VG fundar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2017 | 22:51
Án titils
Að tunglið sé úr tómum osti
talað hefur verið um.
Varla er á verri kosti
völ en sést í kortunum.
![]() |
Þetta hefur bara gengið vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði