21.11.2015 | 14:43
Kjarabætur
"Kjararáð hefur úrskurðað um 9,3 prósenta launahækkun til þeirra sem heyra undir kjararáð. Hækkunin er afturvirk til 1. mars síðastliðinn. Þessi hækkun þýðir að grunnlaun ráðherra hækka um 107 þúsund krónur og verða 1.257 þúsund krónur eftir hækkunina en grunnlaun forsætisráðherra hækka um 118 þúsund krónur og verða tæplega 1.400 þúsund krónur."
Nú ánægju mína ég illa hem.
En hvað það kætir mitt geð
að þetta fari til þeirra sem
þurfa þess auðvitað með!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2015 | 00:21
Launahækkun kjararáðsúrskurðarþega
Nú ánægju mína ég illa hem.
En hvað það kætir mitt geð
að þetta fari til þeirra sem
þurfa þess auðvitað með!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2015 | 15:43
Flétta
Skyldi ei mega sköpum renna?
Skaða valda gagnkvæm brigsl.
Títt á milli karla og kvenna
klögumálin ganga á víxl.
![]() |
Önnur konan kærð fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2015 | 12:49
Degi hallar
Þótt gamlingjar elski þau ungu
olli það hugangri þungu
hve hjáróma sum þeirra sungu
á síðdegi íslenskrar tungu.
![]() |
Vill örva lestur í leikskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2015 | 22:10
Húrra, húrra - eða þannig
Fréttin er kærkomin. Málið er merkt.
Mæra skal peningatorgið.
Fjármálakerfið er stöndugt og sterkt
og stöðugleikanum borgið.
![]() |
Samþykktu stöðugleikaskilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2015 | 19:05
Vísnagerðin
Að setja vísu saman
og sjóða orðagraut
getur verið gaman
en gjarnan nokkurt staut.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2015 | 15:14
Þjónusta
Ríkið fær þá ramman skell.
Raska mun þess gróða
ef dánumenn hjá DHL
drykkinn þyrstum bjóða.
![]() |
Notfæra sér DHL í stað ÁTVR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2015 | 19:37
Þvertaka
Nú set ég niður á blað
nokkuð sem átti sér stað.
Þótt ákveðin frétt
sé efalaust rétt
þvertek ég fyrir það.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2015 | 18:17
Rappapp
Senn verður útgefið sérbúið app,
er seinkaði vegna bilunar.
Það verður fært um að framleiða rapp
fullbúið alveg til spilunar.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2015 | 16:57
Bara gleði
Fiðlungur á stokkinn sté,
stoltur lék við hvern sinn fingur.
Glaður úti í móa mé
margur frakkur útlendingur.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði