Grikk eða gott?

Hárin þér á höfði rísa,
hjartað sleppir takti úr;
þetta er hrekkjavökuvísa,
vúhúhúhúhúhúhúr!


Matur þegar í magann kemst

Huga og maga hefur nært
hárfínn efnahagsbati,
sem trítlarnir hafa til mín fært
á tröllauknu silfurfati.


Ánægðir með sig

Föndra lukkulákarnir.
Landið rís frá Gjögri austur að Fonti.
Litlu stjórnarstrákarnir
stíga vart í fæturna af monti.


Klaufabárður

Klaufinn hann Bárður á Brávöllum
böðlaðist gróflega á öllum
tuttugu og tveim
tækjunum þeim
sem hann fékk oft lánuð hjá öllum.


Veðrið

Kveða vil ég einn kvæðisbút,
kviðling um veðrið, sem um var spurt;
ég get því nú svarað, ég gáði út:
Göturnar blautar en loftið þurrt.


Allt í lagi

Þótt himininn dálítið dökkni
og dimman sé förunautur,
enginn er verri þótt vökni
og verði rennandi blautur!

Veðurfregnir

Veður á nesinu oftlega úldin
umlykja líkama, hjarta og sál;
þrútið er loftið, en það gerir súldin.
Þetta er að sjálfsögðu alvörumál!


Skáldaraunir

Gengisstigs andlegra fjármuna falli
fylgir að sjálfsögðu vandi,
en nú býðst mér aðstoð frá djúpristum dalli
sem dregur mig aftur að landi.

Fyrst létta þarf höftum sem enn eru á
andlegum viðskiptum þankans,
ég slæ ekki hendi mót slóginni frá
slitastjórn hugmyndabankans.


Snilldin ein

Ólukku spillingin ennþá er gild,
á ýmsu má ráðamenn hanka,
en gæti ekki orðið ein gargandi snilld
og gaman að eignast banka?


mbl.is Ríkið eignast Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baksýn

Endurlit frá æsku minni
er mér birt í draumi.
Þá er ekki frítt ég finni
fyrir tímans straumi.


Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband