31.10.2015 | 21:47
Grikk eða gott?
Hárin þér á höfði rísa,
hjartað sleppir takti úr;
þetta er hrekkjavökuvísa,
vúhúhúhúhúhúhúr!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2015 | 19:27
Matur þegar í magann kemst
Huga og maga hefur nært
hárfínn efnahagsbati,
sem trítlarnir hafa til mín fært
á tröllauknu silfurfati.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2015 | 22:45
Ánægðir með sig
Föndra lukkulákarnir.
Landið rís frá Gjögri austur að Fonti.
Litlu stjórnarstrákarnir
stíga vart í fæturna af monti.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2015 | 20:42
Klaufabárður
Klaufinn hann Bárður á Brávöllum
böðlaðist gróflega á öllum
tuttugu og tveim
tækjunum þeim
sem hann fékk oft lánuð hjá öllum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2015 | 08:30
Veðrið
Kveða vil ég einn kvæðisbút,
kviðling um veðrið, sem um var spurt;
ég get því nú svarað, ég gáði út:
Göturnar blautar en loftið þurrt.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2015 | 23:15
Allt í lagi
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2015 | 21:27
Veðurfregnir
Veður á nesinu oftlega úldin
umlykja líkama, hjarta og sál;
þrútið er loftið, en það gerir súldin.
Þetta er að sjálfsögðu alvörumál!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2015 | 08:43
Skáldaraunir
Gengisstigs andlegra fjármuna falli
fylgir að sjálfsögðu vandi,
en nú býðst mér aðstoð frá djúpristum dalli
sem dregur mig aftur að landi.
Fyrst létta þarf höftum sem enn eru á
andlegum viðskiptum þankans,
ég slæ ekki hendi mót slóginni frá
slitastjórn hugmyndabankans.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2015 | 14:11
Snilldin ein
Ólukku spillingin ennþá er gild,
á ýmsu má ráðamenn hanka,
en gæti ekki orðið ein gargandi snilld
og gaman að eignast banka?
![]() |
Ríkið eignast Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2015 | 00:12
Baksýn
Endurlit frá æsku minni
er mér birt í draumi.
Þá er ekki frítt ég finni
fyrir tímans straumi.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði