Ástandsmat

Stefnan er reikul og rambandi.
Ræpuna lepjandi og þambandi
virðist í erfiðu ástandi
alþýða í klofnu sambandi.


mbl.is ASÍ standi ekki undir sér án Eflingar og VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaup kaups?

Frelsi bráðum fáið þið.
Fyrir ykkur þakkið;
Hryðjuverkin hættið við
og hrellið ekki pakkið!


mbl.is Varðhald beggja mannanna stytt um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðindafréttir

Deilt er fréttum leiðinlegum:
Lófaklapp er dræmt
af því loka verður vegum;
veðrið er svo slæmt.


mbl.is Vegagerðin byrjuð að loka vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Válynd veður

Stundum hefur þótt örla á sjáfshóli í kveðskap mínum.

Glittir enn í gort og mont,
þótt gangi mjög á forðann.
Bráðlega mun verða vont
veðrið fyrir norðan.

Fyrir næstu jól

Maður finnur ýmislegt misgamalt í tölvunni sinni.
Eins og t.d. þennan jólatexta. Hann er náttúrulega nokkuð snemma á ferðinni, en það er þá góður tími til að læra hann fyrir næstu jól!

Konan var alveg hreint komin að burði,
svo kippa varð henni í skjól.
Í vindbörðu fjárhúsi vondauf hún spurði:
Verðum við hér þessi jól?

Hún leitaði að bæli. Er lagðist hún niður
varð lítil á fæðingu töf.
Það var í Betlehem þarlendur siður
að þakka guðanna gjöf.

Jósef minn, hreint ekki þér er að þakk´ann;
þú veist ég ýmislegt get,
glettin hún sagði og grenjandi krakkann
í galtóma jötuna lét.

Talsverða áður við töldum það firru
að taka á sig þvílíka ferð.
En reyting af gulli og reykelsi og myrru
við reynum að koma í verð.

Eða þannig...

Rekst ég vart á skaðlegt sker
þótt skrokkurinn sé lúinn,
vegna þess að andinn er
ávallt reiðubúinn!

Ja, hvur skollinn!

Ótalmargt virðist annaðhvort
ómögulegt eða bannað.
Lítið gagn er að geta ort
og gera svo ekkert annað!


Ég um mig frá mér til mín

Ég hef margt til brunns að bera.
Af bragsnilld á ég gnóttina.
Vegna þess nú vil ég gera
vísu fyrir nóttina.


Tregða

Við hjá mér hefur varla bæst
vísurnar nokkra daga.
Það hvort nú hafi úr þessu ræst
þó er víst önnur saga.

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband