Himnesk heimsendaspá

Ýmsar ég þokur þekki.
Þó rýfur andans hlekki
himininn blár.
Heimsendaspár
hagga því líklega ekki.


Ekki veður

Vísnagerðin mæt er mér,
mýkt hún getur lundina,
en yrkja um veðrið varla er
vitlegt þessa stundina.


Sól

Þú munt halda að það sé grín,
þetta sem hér lest á fési

um þá gömlu; að hún skín
af og til á Reykjanesi!


Eitthvað í sambandi við veðrið

Sumarið er liðið undir lok.
Langtum best að kúra undir feldi.
Hér er komið rigning bæði og rok:
Reykjanes í öllu sínu veldi!


Án fyrirsagnar

Eins og ég hef áður sagt,
og óþarft mun að kanna,
er mér það til lista lagt
sem limrur mínar sanna.


Vísnagerð

Að gera vísu er göfugt starf
sem gagnast á við messu.
Um þá staðreynd yrkja þarf
eina rétt í þessu.


Vandræði vísnagerðarmanns

Vísnagerð virðist snúin
þótt verði hún tæpast flúin.
Í ljóðstaf er lagt,
en langflest er sagt
og rímorðin bráðum búin!


Svín

Fjölmiðlar raunsæir rýna,
rannsaka málin og hrína;
frétt eftir frétt,
fráleit en rétt
er varðandi velferð svína.


Skáldið

Íhugar skáldið og yrkir með hægð.
Einhverjum virðist það slugsa.
Ef til vill komið í andlega lægð
ellegar bara að hugsa.


« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband