(sjó)Mennskan er ekkert grín

Skamman spöl frá landi lagði
léttabátur við móðurskipið.
Undir þiljum þar einhver sagði:
Aldrei of seint í rassinn klipið!


Nægt vatn

Sterkur í vissunni stundum ég nefni
staðreynd í ýmsu máli.
Langreyðar þurfa vart eldvarnarefni;
engin hætta á báli.


mbl.is Eldvarnarefni mælast í hvölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svepparækt

Margt býr undir gerfigrasi.
Gæfu margir hreppa þó
einhverjir um þetta þrasi;
þarna leynast sveppagró.


mbl.is Sveppagró í nýju íþróttahúsi og aðgerða þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heildstætt mat

Heildstætt vel að gögnum gá,
gjarnan málið styður.
Það sem ekki þörf er á
þarf að leggja niður.


mbl.is Lögin ná ekki yfir heildstæða skólaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk

Fyrir þann lýð sem líður skort
og lægsta unir kaupinu
gott væri að eiga gjafakort
og geta fengið í staupinu.


mbl.is Furðar sig á gjafakortum ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísa

Eru á mörgu ýmsir kantar,
eins og sjást mun hér:
Ef á bloggið vísu vantar,
virðist hún komin hér!

Halda skaltu hvíldardaginn ...

Allan daginn á við mig:
Ólgar lífsins kraftur.
Á lappir til að leggja sig,
og leggjast síðan aftur.

Mátti þetta einhvern tímann?

Auglýsingin ansi fín
og í góðu lagi;
kynnir miðlægt karlagrín
af kynferðislegu tagi.


Lán í óláni / ólán í láni

Þótt þér finnist lífið leitt,
leggðu meira undir.
Sorg í gleði geta breytt
góðra vina fundir.
 
Ýmsum ráðum ást fær beitt
og um þessar mundir
örvum getur út um þeytt
allar koppagrundir.
 
Öll við getum okkur veitt
ótal glaðar stundir.
Þó mun plaga okkur eitt:
Innviðirnir hrundir.

Ekki eru alltaf jólin

Ok er mörgum illa drægt.
Ýmsir bera hlekki.
Góðir hlutir gerast hægt
og gerast stundum ekki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband